Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 35

Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 35
KRAPOTKIN OG THEÓDÓR 301 félag. Þá er hann boðinn heim til ætt- jarðar sinnar sem frjáls maður, dáður og virtur sem einn af beztu sonum hennar. Svona er saga Krapotkins fursta. í sannleika er hún stórbrotin. En þó finnst mér saga Theódórs enn stór— brotnari. Krapotkin kom mér aldrei á óvart. Þegar ég eitt sinn hef fræðzt um hræringar þær í þjóðfélagi hans, sem um hann léku í æsku, þá er ferill hans beinn og óbrotinn, eitt sporið rökrétt framhald af því næsta. Hann er einn úr hópi þúsunda rússneskra aðals- manna, sem á þessum umbrotatímum ganga fram fyrir skjöldu í baráttunni fyrir byltingarsinnuðum þjóðfélagsum- bótum á ættjörð sinni. Krapotkin ber einna hæst þeirra manna, ekki af því, að barátta hans væri einlægari en ann- arra eða hann fórnaði öðrum meira, heldur af því, að þrek hans var með afburðum, aðstaða hans til vísinda- starfs fengin áður en byltingin tók hug hans allan, auk þess var honum rit- naennskan í brjóst borin og gerði kröfu til réttar síns þegar á ungdómsárum. Hann hafði þvf óvenjuleg skilyrði til að gnæfa upp úr og sjást sem einstakl- mgur í þúsundahópi hinna stríðandi hugsjónamanna. Krapotkin hefur ekki afrekað neitt, sem mér finnst ekki, að eg hefði alveg eins getað gert í hans sporum. Ég get meira að segja hugsað taér, að ég hefði getað staðið honum framar í því að skilja hlutverk hins kúgaða fjölda í byltingunni, jafnvel þótt ég hefði alizt upp í aðalsmennsku, kreint og beint eftir köldum leiðum rökfræðinnar. er allt öðru máli að gegna um Theodór Friðriksson. Ég freistast til að se§ja, að merkasti þátturinn í lífi hans er hrein og bein rökleysa. Mitt í basli sinu á fertugsaldri, margra barna faðir með sárafátæklegar afkomuleiðir fram- undan, tekur hann allt í einu upp á því að koma tilveru sinni gersamlega á óvart, umvendir öllum gangi ævisögu sinnar, að því er virðist með föndri einu saman, án þess að hann í raun og veru hyggði á neinar breytingar. Hann tvístígur, rétt svona af því að hann getur ekki staðið kyrr, inn á þær brautir að verða þjóðkunnur rithöf- undur. Nú hafa ýmsir íslendingar orðið þjóðfrægir rithöfundar og skellt sér í það á ýmsum aldri. En hið merkilega við Theódór er það, að hann er enginn sérstakur rithöfundur og virðist þar að auki hafa sloppið við fæðingarþjáning- ar þær, er þeim örlögum fylgja að öll- um jafnaði. Rithöfundarástríðan virð- ist hafa verið næsta veik. Hefði Sauð- árkrókur getað boðið upp á standandi vertíð árið um í kring, þá hefði Theó- dóri sennilega aldrei dottið í hug að fara að skrifa. Og nú er ekki einu sinni svo, að hann hafi allt í einu hrif- izt til beljandi uppreistar gegn lífskjör- um sfnum, sagt kúguninni stríð á hend- ur og gripið pennann að vopni upp á líf og dauða og látið beizkju sína og heipt ydda hann til áhlaupa á rang- lætið. Hefði svo verið, þá hefði ég getað hugsað mér að fara í föt Theó- dórs og leika hans leik. En það er alls ekki að sjá að neinu slíku sé til að dreifa. Höfundinum virðist ekki liggja meira á hjarta en svo, að manni dettur í hug, að ef skagfirzku stórbændurnir hefðu haft vit á því að biðja hann að tægja fyrir sig hrosshár, þá hefði ís- lenzka þjóðfélagið sloppið við að verða sér til skammar með því að svíkja loforð sín um rithöfundastyrk handa honum, þegar hann var á sjötugsaldri. Þegar Theódór var ungur, þá ásetti hann sér að verða stór og drakk mikið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.