Helgafell - 01.07.1943, Side 57

Helgafell - 01.07.1943, Side 57
LÉTTARA HJAL 317 LOKUN BÓKABÚÐA í FIMMTÍU ÁR fjármunum sínum og prentsmiðjum yrði lok- að í fimmtíu ár, vakti það ekki fyrir henni að forða þjóðinni frá því að sóa í kaup á nýjum bókum, heldur ætlaðist hún til þess, að menn vcrðu þessum tíma til að lesa og lesa á nýjan leik þær bókmenntir, sem hún átaldi kynslóð sína fyrir að hafa vanrækt. Hún þóttist sjá þess merki, að hinn sífelldi straumur nýrra bóka gerði menn hirðulitla um það að Iesa sér til varanlegs ávinnings, auk þess sem henni fannst sennilegt, að hin mikla skriffinnska samtíðar- innar benti til þess, að höfundarnir köstuðu höndunum til ritverka sinna. Það er að vísu svo, að hin gáfaða sænska kona, Ellen Key, hefði áreiðanlega hugsað sig um tvisvar áður en hún hefði gert alvöru úr því að loka prentsmiðjunum í fimmtíu ár. Það er miklu líklegra, að hún hefði, áður en svo Iangt væri gengið, komizt að þeini niður- stöðu, að slík ráðstöfun hefði ekki aðeins í för með sér stöðvun menningarinnar í hálfa öld, heldur afturför, sem svara mundi miklu lengra tímabili, því að allir vita, að það er ótrúlega skammt á milli þess að hætta að menntast og hins, að afmenntast. En sjónarmið hennar gæti verið athyglisvert þrátt fyrir allt. Það væri t. d. mjög eðlilegt, að almenningur, sem fær nú handa á milli miklu fleiri bækur en fyrr, og með miklu auðveldara móti, temdi sér meiri fljótfærni við lestur þeirra en áður var títt. Það væri sömuleiðis eðlilegt, að meira slæddist með af fánýtum bókum á markaðinn, þótt ekki væri nema vegna þess eins, að nú er höfurrdum gert miklu léttara fyrir um að koma ritum sínum á prent en áður var, og er þó sennilegt, að erfiðleikarnir á útgáfu bóka fyrr á tímum hafi engu síður komið niður á nýtum bókum en fánýtum. Að minnsta kosti er engin ástæða til að halda, að það hafi verið nthöfundum fortíðarinnar sérstök hvatning til að vanda sig framar því, sem höfundar nú- timans gera, að þeir gátu síður en þeir vænzt þess að sjá rit sín gefin út. Þeir, sem fundu köllun hjá sér til að skrifa bækur, gerðu það, ef því varð við komið, og slíkir menn mundu gera það enn í dag, þótt engin prentsmiðja væri Öl. Nú eru að vísu fleiri kallaðir en útvaldir, og einatt mun það svo, að það sem knýr menn til þess að gera sér dælt við bókmenntimar, er öðru fremur þörfin fyrir „að sjá sjálfan sig á prenti“. „Innri þörf“ er þetta samt, og vissu- lega gæti hégómagirni manna leitað sér full- nægingar með óviðkunnanlegri hætti, þó á hinn bóginn verði ekki komist hjá því að bcra meiri virðingu fyrir manninum, sem reit Egils sögu og lét ekki nafns síns getið, en fyrir Kristjáni frá Garðstöðum, sem má að vísu eiga það að hafa skrifað minnst af BarÖ- strendingabók sjálfur, en lét sér í þess stað nægja að birta mynd af sér fyrstum á blaði framan við bókina. * En er annars nokkur skynsamleg ástæða fyrir því að taka það sér mjög nærri, hvað mikið er skrifað af fánýtum bókum? Þurfum vér endilega að bera kvíðboga fyrir framtíð bókmenntanna í landinu þótt vér þykjumst vita, að megin þess, sem skrifað er í dag, eigi fyrir sér að gleymast á morgun? Hefur það ekki gengið þannig til alla tíð? Vér þurfum ekki annað en að renna augunum yfir gamlar bókaskrár, eða lesa ritdóma í gömlum blöðum til þess að ganga úr skugga um, hvað tíminn BÓKMENNTIR, - miskunnarlaus í nið- SEM GLEYMAST “r ■ 1 ? þau rit, sem tyrir skemmstu þóttu „góð viðbót" við bókmennt- irnar og áttu að halda nafni höfunda sinna á Iofti, hafa fyrnzt á hryllilega stuttum tíma, og þegar vér gerum samanburð á bókmennta- uppskerunni fyrr og nú, höllum vér einatt óviljandi á samtíð vora vegna þess, að frá fortíðinni höfum vér þær bækur einar í huga, sem staðizt hafa tímans tönn. Aðrar bækur og veigaminni, sem gefnar voru út samtímis, eru oss gleymdar og koma því eigi til saman- burðar. Enn er á það að líta, að því er ekki ávallt að treysta, að vér komum strax auga á allt það, sem er lífvænlegt í bókmenntum vorra tíma. „Engar bækur eru meistaraverk, þær verSa það,“ sagði Goncourt. En auk þess cr þýðing „minni spámannanna“ í bókmenntun- um að öllum jafnaði vanmetin. Köllun þeirra hefur einatt verið hin sama og mosans í ís- lenzku hraununum, sem myndar jarðveg fyrir

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.