Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 30

Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 30
296 HELGAFELL lyktir þær, sem orÖiÖ höfðu á dómi þeirra í máli Sigurðar Björnssonar lög- manns. Hafði hæstiréttur dæmt í því máli árið 1713, og sýknað Sigurð algerlega, en dæmt þá Pál Vídalín og Árna til þess að greiða 300 ríkisdali í málskostnað. V. Sönnunargögn í þessu máli voru fáskrúðug, og líkur litlar, en áJóniHregg- viðssyni varð aldrei lát. Það verður því ekkert um það fullyrt, hvort Jón var sýkn eða sekur um dauða böðulsins, en því verður ekki neitað, að þær sögur, sem af honum fara við vín, benda eindregið til þess að hann hafi verið sekur. En hvað sem um það er, þá er þetta mál átakanlegt dæmi um ófremdarástand aldarinnar í löggæzlu, og er hér sagt frá því sem dæmi um aldarháttinn. En almenningur dæmdi Jón sekan, að því er ráða má. í Mælifells- annál, sem skrifaður er samtímis atburðunum, er þannig sagt frá máli Jóns: ,,Jón hét maður Hreggviðsson á Akranesi, illur og ódæll, var að mörgum stráksskap kenndur. Kom svo, að vetur þennan (1684) var Jón tekinn, og átti að færast á Heynessþing og hýðast þar, skyldi böðullinn fylgja honum þangað. Hann hét Sigurður Snorrason. Voru þeir tveir á ferðinni. Réðst Jón þá á böðulinn, og með því að Jón var rammur að afli, kom hann böðl- inum undir og keyrði í pytt ofan og kæfði síðan. Strax urðu menn varir verks þessa. Var þá Jón gripinn eftir skipan Heidemanns og járnaður og fékk sinn dauðadóm. Litlu síðar slapp Jón úr járnum frá fógetanum og komst utan.“ Þessi frásögn er síðan endursögð nálega orðrétt í Árbókum Espólíns, og í öðrum annálum er Jóns getið með viðlíka ummælum. En Finnur Jónsson prófessor var á annarri skoðun. í bók þeirri, er hann ritaði um ævi Árna Magnússonar, kemst hann svo að orði: ,, . . . Jón þessi, sem var fátækur bóndamaður, var einu sinni ásamt öðrum manni, sem var böðull, á leið, drukknir báðir; þeir sváfu báðir úti á víðavangi; böðull- inn dó um nóttina, auðvitað af drukk og kulda, og var svo Jón sakaður um að hafa drepið hann.“ Jóhann Gunnar Ólafsson. ,'vmí ■ io IV G'v 1 & ‘á M t -9. r\ *.«- J '*r ■P^'-cT&n. Rithönd Jóns Hreggviðssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.