Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 69

Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 69
BÓKMENNTIR 325 um þaÖ fé, sem til viðreisnar verðmæt- um andlegrar og listrænnar menning- ar þarf, nema í mjög litlum mæli. Því verður að finna ráð til þess að unnt sé að afla fjár í þessu skyni af tekju- stofnum, sem menningarlífið sjálft hef- ur skapað eða mun skapa. — Þarfir þeirra landa, sem orðið hafa hart úti í styrjöldinni verða misjafnar eftir tjóni og fjárhagsgetu. Þar sem hlutföll- in þar á milli eru óhagstæðust, verða þær mestar, svo sem í Tjekkóslóvakíu, Grikklandi og Póllandi. Því verður að afla viðreisnarfjárins með samkomu- lagi ríkja á milli og samvinnu allra Evrópuþjóða. Sú kenning, að bókvitið verði ekki látið í askana og opinberar menning- arstofnanir geti ekki staðið undir sér sjálfar, virðist í fljótu bragði hafa við nokkur rök að styðjast. En nú verður að varpa þeirri skoðun fyrir borð og hverfa inn á þær brautir að afla var- anlegra og notadrjúgra tekna úr skauti menningarsköpunarinnar sjálfrar. Ráð- ið til þessa er fyrir hendi. En til þess að það megi koma að haldi, þarf að- gerðir af hálfu löggjafanna. Slík af- skipti réttlætast af hinu almenna neyð- arástandi og þeim háska, sem að Evr- ópu steðjar. Ráðið er, að þegar sé allur Onotaður höfundarréttur endurvakinn Með samningi milli allra ríkisstjórna Bandamanna í Evrópu skal þegar lög- bjóða, að höfundarréttur skuli gilda um öll verk á sviði bókmennta, myndlist- ar og hljómlistar í Evrópu, sé slíkur höfundarréttur fyrndur eða hafi hann aldrei verið til. Höfundarréttur, sem í gildi er, þegar þessi löggjöf kemst á, stendur óraskaður, en framlengist sam- kvæmt henni, þegar að því kemur, að hann falli úr gildi. Samningurinn mæli svo fyrir, að þau höfundarréttindi, sem þannig eru endurvakin eða framlengd, skuli fengin í hendur opinberri alþjóða- stofnun. Hæfilegt má þykja, að samn- ingurinn gildi til 30 ára fyrst um sinn. Núverandi óvinaríkjum Bandamanna verði gert að skyldu í friðarsamningun- um að gerast aðiljar að honum. Hinum hlutlausu löndum í Evrópu skal boð- in þátttaka. Af þessari ráðstöfun mundi leiða, að sérhvert það verk á sviði bókmennta, myndlistar og tónlistar í Evrópu, sem áður var hverjum einum heimilt til prentunar, eftirmyndunar, flutnings, sýningar eða annarrar framsetningar í hagnaðarskyni, fellur undir vernd fyrr- nefndrar stofnunar. Fjárhagslegt gildi slíkra aðgerða liggur í augum uppi, þegar þess er gætt, að á þennan hátt fær stofnunin í hendur útgáfurétt á öllum listrænum og bóklegum menn- ingararfi frá fornöld fram á vora daga, innan Evrópu, og er einráð um, hversu sá arfur verði gerður arðbær. Til þess er um tvær leiðir að velja. Stofnunin getur sjálf gefið út bók- menntir og tónverk í sínum eigin prent- smiðjum og látið gera eftirmyndir af myndlistaverkum á sínum vegum. En í annan stað getur hún framselt ein- stökum útgáfufyrirtækjum leyfi til prentunar og eftirmyndunar. Auk þess sem stofnunin fengi þannig sinn skerf af öllu því, sem einstaklingar greiða fyrir menningarverðmæti umliðinna alda, er til þess ætlazt, að hún njóti arðs af útgáfu allra skólabóka eftir höfunda í Evrópu. Þannig mundu streyma til hennar stöðugar og mjög jafnar tekjur frá öllum löndum verald- ar. Þá yrði stofnuninni og í lófa lagið að gefa út sígildar bókmenntir í tiltölu- lega ódýrum útgáfum, með því að slík upplög gætu verið geysistór. Ennfrem- ur ætti þá að vera innan handar að vaka yfir réttri meðferð texta og vönd- uðum ytra frágangi, jafnframt því sem verði væri stillt í hóf, til samræmis við kaupgetu almennings í Evrópu eftir styrjöldina,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.