Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 70

Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 70
326 HELGAFELL Starfshættir og verkefni Stofnunin hefur einkarétt á því að veita útgáfuleyfi, að svo miklu leyti sem hún sjálf færir sér ekki höfunda- réttindin í nyt. Setja verður við því strangar skorður, að ekki gæti stjórn- málahlutdrægni við úthlutun slíkra leyfa. Nefnd sú, er tekur ákvarðanir um leyfisveitingar, skal skipuð mönn- um úr útgáfustjórn nefndarinnar sjálfr- ar og fulltrúum frá stjórnum þeirra ríkja, sem að samningnum standa. — Nefndin býr til fast samningsform, sem leggja skal til grundvallar við framsal allra útgáfuleyfa. Skýran greinarmun verður að gera á skáldskap og tónlist, þegar um leyfi til sýninga eða flutn- ings er að ræða. Að því er skáldskap varðar, getur ekki talizt ósanngjarnt, að menn verði að afla sér slíkra leyfa í hvert sinn. Til flutnings tónverka mundi slíkt oft valda töfum og erfið- leikum. Þar gæti því komið til greina að framselja slík réttindi um ákveðin tímabil. — Sérstök ákvæði gætu gilt um leyfi til flutnings í útvarpi og þar sem sambærilegar stofnanir ættu hlut að máli. Hreinum tekjum stofnunarinnar skal öllum varið til viðreisnar menningar- verðmætum í Evrópu. Meðferð tekn- anna fer að engu leyti eftir því, í hvaða landi þeirra er aflað. Uthlutun þeirra ræður nefnd, sem skipuð er lærdóms- og listamönnum frá þeim ríkjum, sem að samningnum standa. Nefndin skal gera jafnhátt undir höfði varðveizlu þeirra menningarverðmæta, sem fyrir eru, og útbreiðslu á þekkingu og fögr- um listum. Nefndin getur því t. d. á- kveðið jöfnum höndum að endurreisa bókasöfn og miðla skólum, verksmiðj- um og verkamannaheimilum útgáfum sígildra bóka; hún getur unnið að við- reisn vísindastofnana, sem lagðar hafa verið í rústir og efnt til kvöldnámskeiða fyrir almenning; veitt fé til vísindaleið- angra sem leyfi til eftirmyndunar frægra málverka. Þetta greinarkorn er fyrsta tilraun til þess að koma á framfæri tillögu um úrræði til þess að leysa úr fjárhags- vandræðum þeim, sem nú steðja að andlegri menningu Evrópu. Þótt hér sé ekki gert ráð fyrir, að efni tillögunnar komi til framkvæmda annars staðar en í Evrópu, er ekki þar með sagt, að umræddar ráðstafanir kæmu ekki að meira liði, ef aðrar heimsálfur fengj- ust til samvinnu. Örstuttur eftirmáli Þótt Helgafell þykist ekki dómbært um það að svo stöddu, hversu vænleg þessi tillaga Alfreds Mayers sé til þess að ná ætluðum árangri, og enn síður, hver áhrif framkvæmd hennar kynni að hafa á íslenzka bókaútgáfu, verður að viðurkennast, að sjálf hugmyndin er frumleg, stórfengleg og athyglisverð. Og hvað sem framkvæmdum líður, er ekki lítils um það vert, að sú rökstudda skoðun verði kunn almenningi, að bók- menntir og listir þurfi í raun réttri ekki að vera nein bónbjargafyrirtæki, ef fjárhagslegur arður af þeim rennur ekki í annarlega sjóði eftir krókaleiðum við- skiptanna. Líklegt er, að við nánari at- hugun yrði það lýðum ljóst, að einka- fyrirtæki og ríki hafi, þegar á allt er litið, haft stórum meiri fjárhagságóða af listrænum menningarverðmætum en því nemur, sem fram hefur verið lagt andlegri starfsemi til eflingar. Sú vitn- eskja ætti ekki að verða til að slæva réttmætar kröfur um aukinn stuðning við listrænar menntir gagnvart ríki, sem býr við góðæri í veraldlegum efn- um, jafnvel, þótt sú hæpna fjármála- kenning væri þar almennt í heiðri höfð, að ,,allt verði að bera sig“. M. Á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.