Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 22

Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 22
288 HELGAFELL landi, og átti því mjög erfitt framdráttar. Hann kunni enga handiðn, og ekki að annarri vinnu en landbúnaðarvinnu. Leið hann hungur með köflum, enda dró hann lífið fram á því, sem góðir menn gáfu honum. Eftir nálega 20 vikna eymdarlíf í Hollandi komst hann með skútu til Glúckstad í Hol- stein, og var hann þá kominn í Danaveldi. Þegar þangað kom gekk hann í danska málaherinn, en vegna þess að hann skildi ekki fyrirskipanir hinna þýzku foringja, var hann rekinn úr hernum. Hélt Jón þá áfram til Kaup- mannahafnar. Þegar þangað kom gekk hann enn í danska herin til þess að draga fram lífiÖ. Var hann þá orÖinn Jon Rechwitz, mousqetier af den konge- lige Lif-Garde til Fods. LeitaÖi Jón nú til landa sinna í Kaupmannahöfn og hrærðust þeir til meðaumkunar með honum, og sömdu fyrir hann bænarskjal til kóngs um áfrýjun á máli hans til hæstaréttar. Fekk hann síðan verndarbréf frá kon- ungi 9. maí 1685 til þess að fara til íslands, og reka slyðrulaust mál sitt og mæta í rétti. Einnig fekk hann 26. maí 1685 salvum conductum hjá Schönfeldt foringja lífvarÖarins, þar sem Jón fekk leyfi til fjarvistar úr herþjónustunni meðan hann kæmi fram máli sínu. Loks fekk hann 12. júní 1685 konungsleyfi til þess að áfrýja máli sínu til hæstaréttar. En ekki fór Jón til íslands á þessu sumri. Hafa íslandsför sennilega verið farin, er Jón var ierÖbúinn. Og það var ekki fyrri en 6. apríl 1686, að hæstaréttarstefna var gefin út í máli Jóns. Eins og venja var stefndi hann báðum lögmönnum, þeim Sigurði Björnssyni og Magnúsi Jónssyni og Guðmundi Jónssyni sýslu- manni í Borgarfjarðarsýslu. Jón kom út með GrundarfjarÖarskipi vorið 1686, eftir tveggja ára harða og sögulega útivist. Frá Grundarfirði fór hann gangandi til heimkynna sinna, og var aÖkoman ekki glæsileg. Heimili hans var í hörmulegri eymd, fátækt og vesaldómi, sökum vangetu konu hans, og efnin gengin til þurrÖar. Frá heimkomunni og fyrstu athöfnum sínum hefur Jón sagt á þessa lund í bréfi til Árna Magnússonar prófessors dags. 25. okt. 1710: ,,Ég kom annan hvítasunnudag til míns fátæka innis, er ég fór frá Kaup- mannahöfn fyrir 24 árum hingað til lands, og fór ég landveg frá skipsfjöl. Seint í hvítasunnuvikunni reið ég til Hvítárvalla, en þar bjó þá Sigurður Björnsson lögmaður, og hafði ég þá með mér tvö afrit af báðum verndar- bréfum mínum og hinni konunglegu hæstaréttarstefnu. Hafði ég látið gera þessi afrit á leiðinni um borð í skipinu. Þorði ég ekki að hafa þangaÖ með mér sjálf höfuðbréfin (frumritin), sökum þess að ég óttaÖist, að þau yrðu af mér tekin. Þegar ég kom til Hvítárvalla, var mér veitt viðtal við Sigurð Björnsson lögmann í stofu hans, og afhenti ég honum afritin, bæði af verndarbréfunum og stefnunni. Og las hann öll þessi afrit að mér ásjáandi, en þó lágt með sjálfum sér. í þetta sama skipti voru þessir menn þar við- staddir: Presturinn Benedikt Pétursson á Hesti, Kolbeinn Bjarnason eir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.