Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 76

Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 76
332 HELGAFELL og reynslu, ef hann leggur hann þá ekki á hill- una. — Þorateinn Valdimarsson, ungur stúdent og hljómlistarnemi, syngur um hið ,,Villta vor“. Kvæðin eru „hástemmd og rómantísk", full af æskuþunglyndi og ástartrega, smekklega ort og greindarlega. Eigi treystist ég til aS ráða af þessari bók hans, hvort hann er efni í skáld, úr því sker framtíÖin. — Ingóljnr Kristjánsson frá Hausthúsum nefnir æskuljóð sín ,,Dagmál“. Oll kvæðin í bókinni munu ort um og innan við tvítugsaldur, svo að ekki er að vænta þar mikils þroska né tilþrifa. Kvæðin eru yfirleitt laglega rímuÖ, en skera sig að engu úr venju- legum byrjendaverkum af þessu tagi. ASaJsteinn Halldársson frá Litlu-Skógum færir okkur ,,RauSar rósir". Er þetta önnur kvæðabók hans. Um hana er svipað að segja og hina næstu á undan: Mörg kvæðin eru snoturlega rímuÖ og ,,meiningin er góð“, en drjúgan herzlumun vantar á það, að þau geti talizt skáldskapur. — Þá sendir hið góðkunna IjóÖskáld Jakpb Thor- arensen frá sér safn lausavísna, ,,HraS\veSlinga og hugdettur". Kemst hann svo að orði um það í formála: ,,Kver þetta ætlar sér ekki háan sess í salakynnum bókagerðar vorrar, enda er höfundi fullljóst, að Iausavísnasöfn muni lítt ( hávegum höfð á þessum tímum, er margir virð- ast yfirleitt telja kvæðagerð því aðeins hlut- genga, að hún beri á sér ótvíræðan útlendan blæ“. Þetta yfirlætisleysi höfundarins fer bók- inni vel. Er ekki nema gott um það að segja, að mæt ljóðskáld haldi sjálf smælki sínu til haga, því að oft getur slíkur kveðskapur orðið til aukins skilnings á skapferli og vinnubrögð- um skáldsins þegar fram líða stundir, þótt ekki sé um varanlegt gildi hans að ræða að öðru leyti. S. J. Á. Otnesjamenn Gils GuSmundsson: FRÁ YZTU NEiSJ- UM. Vestfirzkir sagnaþættir I. ísafold- arprentsmiÖja h.f., Rvík 1942, 156 bls. Verð: kr. 12,00 ób. Ágúst GuSmundsson frá Halakoti: ÞÆTTIR AF SUÐURNESJUM. Bóka- útgáfan Edda, Ak. 1942, 113 bls. Verð: kr. 8 ób. Ungur og áhugasamur maður um þjóðleg fræði, Gils Guðmundsson, hefur safnað hér sam- an, aS mestu eftir munnlegum heimildum, ýms- um sögnum, fornum og nýjum, aðallega úr átt- högum sínum, Önundarfirði. Eru alls 13 þættir í bókinni. Fyrsti og lengsti þátturinn er um hinn stórmerka athafnamann, Hans Ellefsen, sem stofnaði hvalveiðistöðina á Sólbakka í Ön- undarfirði. Var hann einn £ hópi hinna útsæknu og duglegu Norðmanna, sem hófu hér útgerð og atvinnurekstur seint á 19. öldinni. Ellefsen var hinn mesti höfðingi, og fóru margar og góð- ar sögur af honum. „Reyndist hann hið mesta prúSmenni", segir Gils, „hjálpfús og góðfús svo af bar.“ Þótti gott að eiga kaup við hann. Gaf hann hverjum manni svo mikið hvalkjöt, sem hann vildi, og fékk þar margur ódýran máls- verð. Þá hafði hann hinn mesta áhuga á öllum framfaramálum héraðsins. „Má sem dæmi nefna afskipti hans af barnafræSslu og skólabygging- um innan sveitarinnar, en því máli var hrundið í framkvæmd með hans hjálp og fyrir hans til- stijli. Þá beitti hann sér ekki síður fyrir sam- göngubótum, bæði á sjó og landi." — Er vel til fallið, að minningu slíkra manna sé á lofti haldiS, og væri þarflegt, að fleiri gerðust til aS skrá sögu ýmissa merkra Norðmanna, sem starf- að hafa hér á landi sem brautryðjendur á ýms- um sviÖum. í þættinum er ennfremur ýtarleg lýsing á hvalveiðum, vinnubrögÖum £ Iandi og dag- legu lífi. Var þarna stundum ajl-róstusamt, þvl að margt var þar útlendra óvalinna verkamanna. Slóst oft upp á vinskapinn með þeim og fs- lendingum. Var landinn ekki lengi að Iæra að „slá8t“, og segir Gils skemmtilega frá ýmsum ýfingum þeirra. Annar þáttur í ritinu fjallar um sprökuveiðar Ameríkumanna á VestfjörSum. Voru íslending- ar oft á skipum þeirra. Kölluðu Vestfirðingar f þá daga þessa Amerfkumenn „Kana". Heiti þetta mun nú ekki tfðkast lengur, en gamjir menn bregða því enn fyrir sig, er þeir segja frá ævintýrum, sem þeir lentu í, „þegar þeir voru hjá Könum". — Ýmsir kaflar f bókinni eru þjóðsagnakenndir og fjalla um einkennilega menn og afburðamenn. Gils, sem er kennari að menntun, ritar smekk- legt og lipurt mál og segir fjörlega frá. Hann hefur um langt skeið lagt stund á að safna drög- um til sögu sjómennsku og fiskveiða á VestfjörS- um, og er þessi bók eins konar afskurðargeiri af þvf verki. ,,Þaettir af SuSurnesjum“ eru endurminningar Ágústs GuSmundssonar í Halakoti, sem nú er nýlátinn. Var hann sægarpur hinn mesti. Telur hann sig hafa stundað sjó í 58 ár, en haft for- mennsku á hendi í 52 ár. Reri hann öll árin á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.