Helgafell - 01.10.1953, Síða 3
r
HELGAFELL
Október 1953
s.________________J
Dr. Páll ísólfsson
sextugur
Þeim, sem alizt hafa upp fyrir austan, vestan eða norðan, í djúpum
skjólríkum dölum eða við lygna firði undir rótum hnarreistra fjalla, þyk-
lr rnörgum í fyrstu landslag sviplítið sunnanlands, í framsveitum fyrir
austan fjall. En þegar augu þeirra venjast víðsýninu og lyftast yfir lág-
ar þúfur og móabörð í Flóanum, þá rís úr bláma fjarlægðarinnar glæstur
fjallahringur, margbreytilegur og mikilleitur, jöklum krýndur og stund-
um eidt brennanda. Og framundan landi tekur við hin mikla ,,eyðimörk
°gna og dýrðar“. Uthafið hverfula bærist þar við skerjótta strönd, ýmist
ufið og svarrandi eða lygnt og hljóðlátt. Breytileiki þess blæs lífi í hina
kyrru náttúru og ,,bregður stórum svip yfir dálítið hverfi“. Andartakið
°g eilífðin fallast hór í faðma. Umhverfið er því alltaf nýtt og verðandi,
eu þó háttbundið í hrynjandi sinni eins og stórbrotið tónverk, þar sem
somu stefin hljóma margendurtekin en sífellt ný og breytileg, og allt
fellur í rökrétta órofa heild samkvæmt lögmálum, sem menn aðeins vita
að eru til og geta stundum uppfyllt, en kunna annars lítil skil á.
í þessu umhverfi er upprunninn Páll ísólfsson, sá maður, sem um-
fangsmest, afdrifaríkust og heilladrýgst störf hefur unnið í þágu íslenzkr-
ar tonlistar á síðustu áratugum, og er þó vonandi mikils til of snemmt
fnn að byrja fullnaðargreinargerð fyrir þeim. En þau, sem þegar eru unn-
ln> mundu nægja til að gera orðstír hans mikinn og lífvænan um Iang-
an aldir.
Pall stendur nú á sextugu. Hann hefur í þriðjung aldar átt ríkari
þátt i þróun og eflingu tónlistarlífsins í landinu en nokkur annar mað-
ur’ verið oddviti og merkisberi, sem allir heilhuga unnendur íslenzkrar