Helgafell - 01.10.1953, Side 22
20
HELGAFELL
Ijóðið orti, og að semja lag, er fullnægi öllum kröfum tónlistarinnar. Öll
ljóð, er tjá heitar tilfinningar og sterkar ástríður, eru í raun og veru söng-
legs eðlis og ættu því lög við slík ljóð að vera sviplík og sama eðlis, en
því fer oft fjarri, að svo sé. Agæt tónskáld semja oft fögur lög við Ijóð, er
hrífa og heilla, hvert á sinn hátt, þótt mjög ólík séu og veldur því, að
hvert tónskáld eins og hver maður hefur sinn sérstaka skilning á hverju
ljóði, eins og raunar eðlilegt er. Þess vegna eru til mörg lög við sama Ijóð,
einsog t. d. fjöldi laga við' Ave Maria, gratia plena — eftir t. d. ítali, Þjóð-
verja, Austurríkismenn og íslendingana Sigvalda Kaldalóns, Sigurð Þórðar-
son og Þórarin Jónsson. Þá má nefna ýmsa biblíutexta, er fjölmörg tón-
skáld hafa samið lög við. Ennfremur lög við kvæði Goethes Álfakonung-
urinn eftir Carl Lövve, Reinhard og Schubert, hvert með sínum svip, ýmis
Jög við kvæði Goethes Sah ein Knabe — eftir Werner, Schubert, Franz
Lehar og ef til vill fleiri, auk þýzks þjóðlags. Þá má nefna lög við kvæði
Stephans G. Stephanssonar „Þó þú Jangförull legðir“ — svo að íslenzk
dæmi sé nefnd, eftir þá Sigvalda Kaldalóns, Björgvin Guðinuridsson og
Sigurð Helgason. Þannig mætti nefna fjölda dæma um lög við ljóð í ýmsum
löndum. Sum lög við ljóð virðast vera svo fjarskyld efni ljóðanna, að varla
sé meira en um nafnið eitt að ræða. Þar sem nú fer mjög í vöxt, að íslenzk
tónskáld geri lög við íslenzk ljóð og ber mjög að fagna því, værí óskandi, að
þeim mætti auðnast að skilja til fullnustu anda ljóðanna og eðli skáldsins,
geðblæ hans og hljómblæ raddarinnar, eins og þeir birtast í ljóðunum, áður
en þeir takast það vandasama verk á hendur að semja lög við fögur íslenzk
ljóð.
Alexander Jóhannesson.