Helgafell - 01.10.1953, Qupperneq 36

Helgafell - 01.10.1953, Qupperneq 36
Þorkell Jóhannesson: I hundrað dra minningu Stephans G. Stephanssonar Hann fæddist á Kirkjuhóli, í Skagafirði, 3. október 1853. Skírnarnafn hans var Stefán Guð’mundur. Móðir hans, Guðbjörg Hannesdóttir, var af kunnri skagfirzkri ætt, sem kennd er við Reykjarhól, en þar bjó faðir hennar og afi og ef til vill fleiri forfeður í föðurætt. Móðurætt hennar mun hafa átt rætur í Húnavatnssýslu. Flest það, sem nú er kunnugt um Guð- björgu Hannesdóttur, stafar frá syni hennar, Stephani. En þótt það sé ekki mikið, er Ijóst, að hún var mikilhæf kona, gáfuð og námfús, listelsk og listhneigð, þótt lítt fengi hún notið þeirra hæfileika, fremur en títt var um efnalitlar bændakonur í þá daga. Víst er um það', að í fari móður sinnar hefur Stephan fundið flest það, sem honum var kærast og mest. um hugað í viðbúð manna hvers við annan, í upplagi þeirra og viðleitni til að manna aðra og mannast sjálfir. Faðir hans, Guðmundur Stefánsson, var þingeysknr í föðurætt, en móðurkyn hans að' nokkru tengt við Eyjafjörð. Móðir Guðmundar, Helga, amma Stephans, var bróðurdóttir Benedikts Gröndals eldra. Mætti Stephani komin vera skáldgáfa úr því kyni. Guð- mundur Stefánsson var maður greindur og athugull, alinn upp á góðu heimili við nokkurn bókakost, enda um hann sagt, að hann væri þaullesinn í þeim bókmenntum, sem kostur var á meðal alþýðu manna um hans daga. „Hann var alvörumaður og stóiiyndur, ötull og ósérhlífinn, dyggur og ráð'- vandur, sleit sér út fyrir aðra og um örlög fram. Bjargaði sér og sínum aðeins með erviði sínu“, segir Stephan sonur hans um hann. Sú mynd, sem hér er upp brugðið, er býsna skýr, þótt fáum dráttum sé dregin, og furðu- lega er hún lík Stephani sjálfum. Ég held, að hér sé ekkert, sem ekki eigi við um sjálfan hann. Guðmundur var uppalinn við sæmileg efni, faðir hans í röð gildra bænda. En þau urðu örlög hans, að framfleyta sér í vinnu- mennsku frarn yfir þrítugsaldur í ýmsum stöðum. Er vafalaust, að' hér var Guðmundur á valdi annarra örlaga en hann hefði kosið sér sjálfur og varð að hlýta þeim, þótt hann gæti aldrei beygt sig fyrir þeim eða sætt sig að fullu við þau. Mikils hefur Stephan metið föður sinn, svo sem vert var, en tengslin milli þeirra feðga voru með allt öðrum hætti en samband Stephans við móður sína, sterk að vísu, en viðkvæm og strengd um of, eins og oft vill
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.