Helgafell - 01.10.1953, Qupperneq 39
STEPHAN G. STEPHANSSON
37
fjallaauðnin gamansprettur,
tilhlakk hvað sem tæki við.
Leit ég af hnjúki himinbönd
losna um heim — sem hugði tóman —
heiðablámann, dalaljómann
ljóss og fanna furðulönd,
forvað hafsins fjörðum seimt
upp á land, við ós og flæði.
Alla mína landafræði
nam ég þá, sem gat ei gleymt.
Yfir landauðn ljómi stóð
eins og byggð — sem ævin síðan.
Ástin þín og veðurblíðan
gerði hraun að sléttri slóð,
breiddi yndi á auðn og sand.
Lærðist mér að unna, una,
á að trúa, vona, muna
fegurð' ykkar, líf og land.
Hér er minningin um móðurina, ást hennar og ástin til hennar, sam-
ofin ógleymanlegri mynd landsins í vordýrð sinni. En hafi móðir hans opn-
að augu hans á bamsaldri fyrir fegurðinni, átti sú sjón eftir að víkka og
þroskast og orka með vaxandi styrk á huga hins unga skálds, hvar sem
hann fór og hvert sem föruneyti hans var.
Margir hafa að sjálfsögðu veitt athygli kvæðum Stephans og vísum
Uni Lafið, siglingar og sjóferðir, þrungnum af sjálfu lífi sjávarins í logni og
*ðandi brimróti, ógn þess og dýrð', römmum af seltu þess og yfirþyrmandi
mætti, leikandi léttum og kliðmjúkum eins og lognvær hrynjandi smá-
s>evisins við sandinn. Fá íslenzk skáld hafa ort meira um sjó og sæfarir
tekið þaðan fleiri myndir og líkingar í kvæði sín og engum tekizt betur.
<lnar Benediktsson kemst honum þar jafnfætis, og þó með allt öðrum
.«tti. Af skáldlegu innsæi og skapandi ímyndunarafli gerir Einar mynd
sina af útsænum, dulúðuga mynd og stórbrotna, sem engan á sinn líka,
ef öll merki hins fullkomna snillings, en hrífur þó dýpst með fáeinum
svipsýnum úr minningaheimi æskuáranna. Stephan yrkir um hafið eins og
ewaamaður þess og handgenginn leikbróðir. Líf og hljómur, birta og hraði
einkenni þessara mynda og kvæða. Sjórinn er honum ekki myrk ráðgáta.
ann er á valdi þess, eða það býr í blóði hans, ólgar og blikar. Þegar sjór-
11111 er annars vegar, er hann sjálfur sjómaður af lífi og sál. Hversu mátti
Vei-a um mann, sem var upp alinn „við afrétt, heiðageim“, dvaldist
* A'U æV^ ^arri sjónum, sá aldrei sjó frá því hann fór vestur um haf tvítugur
a aklri, þar til hann hélt heimleiðis 1917, nær hálfsjötugur? Hér verður