Helgafell - 01.10.1953, Qupperneq 41

Helgafell - 01.10.1953, Qupperneq 41
STEPHAN G. STEPHANSSON 39 öll armæða sjósóknarinnar hverfur. Ógn og fegurð, líf og magn sjávarins opinberast honum af þvílíkum styrk og innileik, að honum verður að ævi- langri minningu, óþrotlegum brunni líkinga og lifandi mynda, líf af lífi sjálfs hans. Svo snemma hefur honum tamizt sú íþrótt, er honum varð síðar að list, að gegna önnum „sjálfsmennsku-þrælsins“ á við hvern „meðal maura-þjón“, en hafa huga sinn jafnframt óbundinn og frjálsan, lifa hvern strangan starfsdag öðrum fæti í heimi fegurðar, skáldskapar og listar. Frægast dæmi þess ætla ég að sé það, er hann yrkir annað eins snilldar- kvæði og Avarp til Norðmanna, jafnframt því sem hann keppist við að hlúa að kartöflum í garðinum sínum. Þetta gerðist 4. júlí 1905. Sá dagur ætti seint að fyrnast í sögu íslenzkra bókmennta. Lífið býr börnum sínum ýmsar þrautir, en leggur þeim líka marga líkn. Stephan átti sjálfsagt við að búa skort margra þarflegra hluta í uppvexti. En æskunni, heilbrigðri og óspilltri, er sú list léð, að skapa sér sinn eiginn heim við hæfi. Sá heimur kemur svo sem ekkert við hinu hversdagslega, ytra lífi. Fátækt og skortur eða allsnægtir koma lítt við þá sögu. Drengur- mn á Kirkjuhóli býr ef til vill yfir miklu auðugra lífi í hugarheimi sínum en sonur nágrannans á höfuðbólinu. Líklega er hann skóaður verr og klædd- ur og ekki eins vel nestaður í hjásetuna. En töfrar gróandi vors orka á hann af engu minna krafti af þeim sökum, ef til vill miklu dýpra fyrir bragðið, dýpra en hann sjálfur fái skilið, þó hann reyndi. Hvað koma sokkaplögg eða skór manninum við, fimm, sex ára gömlum eldhuga? Og áður en hann veit sjálfur af, stendur hann hálfklæddur, berfættur í morgundögginni, úti 1 hlaðvarpanum, svipast hugfanginn um í ljóma morgunsins, hlustar eftir söng fuglanna og skimar eftir því, hversu græni liturinn breiðist út frá hænum yfir túnbalann. Yfir honum og allt í kringum hann er niður leys- ingar, kliður syngjandi vatna. Og áður en varir er hann sjálfur horfinn inn 1 heild þessa vaknandi, gróandi og fagnandi lífs, sjálfur hljómandi strengur a hörpu vorsins, eða það er orðið hluti af sjálfum honum. Hver veit, hversu sh'k undur gerast. Vorsólin heit og hrein ljómar innan úr hugskoti sjálfs hans, fuglasöngurinn og leysingarniðurinn ómar þaðan og gróðuranganin fyllir alla veru hans ljúfum unaði. Dýrð og yndi þessarar stundar gleymist aldrei. Hvert mannsbarn í íslenzkri sveit hefur einhvern tíma lifað þvílíka stund með nokkrum hætti, og sjálfsagt blessuð borgarbörnin líka, hvers konar uppljómun sem þeim kann nú að hlotnast. En enginn hefur sett henni þvílíka minningu sem sonur hjónanna í Víðimýrarseli í kvæði sínu um vikatelpuna, þó þar sé að vísu breytt um svið og atriði sjónarspilsins onnur en fyrrum. Hann kallar þetta hjartnæm morgunljóð skáldbarns. Skyldi hann hafa kannazt við slíkt frá sjálfum sér? Skáldbarn? Auðvitað, öll börn eru skáld, þó þau sé ekki öll jafn snjöll, li'ernur en fullorðnu skáldin. En hvernig fer svo með skáldið, þegar bernsk- an þrýtur, þegar það allt í einu rankar við sér í nýjum heimi, heimi unglings- áianna? Stephan er 9 ára, er hann flytzt að Víðimýrarseli. Það hefur orðið 'onunr drjúg lífsreynsla, er hann varð að hverfa frá Kirkjuhóli, faðir hans
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.