Helgafell - 01.10.1953, Síða 46
44
HELGAFELL
skáld — hvað' ætti hann annað að gera en að hlýða eðli sínu og fara að
yrkja, eða yrkja meira en áður. Það mun nú víst, að Stephan hafi snemma
borið við að setja saman vísnr að góðum og gömlum íslenzkum sið. En
um fermingu er hugur lians fastlega horfinn að orðsins list. Hann vill vera
skáld, ætlar að verða skáld. Og honum er ekki smátt í huga. Hann yrkir
meðal annars „12 langlokur út af Víglundarsögu — þær áttu að verða 24
og yfirganga Esias Tegners Friðþjófssögu! — Ein vísa úr því er birt í
Andvökum: „Brýni kænn í brim og vind“, segir Stephan í ævisögubrotinu.
Sýnishorn þau, sem birt eru í Andvökum af kveðslcap Stephans frá síðustu
árum hans í Víðimýrarseli, bera vott um góð'a hagmælsku, íþrótt vammi
firrða:
Brýni kænu í brim og vind,
bylgjan græn þó vatni um hlíðar,
ef úr sænum yddir tind
yfir bænum Ketilríðar.
Sjálfur Sigurður Breiðfjörð, sá uppheimskundur, þyrfti ekki að' skamm-
ast sín fyrir þessa vísu. Og þó hinn rómantíski höfundur Víglundarsögu hafi
hér lagt nokkuð til, leggur Stephan meira til frá sjálfum sér. Myndin, sem
hann sér, er ekki Snæfellsjökull né Búlandstindur. Þetta er efalaust Mæli-
fellshnjúkur, séður af þóftunni á litlum fiskibát utan af Reykjastrandar-
miðum.
Stephan er ekki fjölorður um æskuyrki sín, en því meira um það
vert, sem hann segir um það efni. A æskuárum hans í Skagafirði áttu Skag-
firðingar þrjú skáld: Jón Árnason á Víðimýri, Sigvalda Jónsson og Símon.
Bólu-Hjálmar þarf ekki að eigna þeim. Það er eftirtektarvert, að' Stephan