Helgafell - 01.10.1953, Page 47
STEPHAN G. STEPHANSSON
45
á engar endurminningar um Bólu-Hjálmar, sem hann liirði að greina, en
hann yrkir eftir þá báða, Jón og Sigvalda. Jón Árnason þótti dágott skáld
a smni tíð, og vafalaust hefur Stephan dregið einhvern dám af honum,
reyndar líklega mest á þann hátt, að Jón hefur beint eða óbeint örvað
hann til kvæða. Eins og vænta má um ungt skáld á þessum árum, er
eomantíkin honum ofarlega í huga. Steingrímur og Gröndal hafa verið
uppáhald hans, eins og fram kemur í kvæðinu „Gert upp úr gömlum reikn-
mgum“. Viðfangsefnin stærstu, Víglundarsaga með hliðsjón af Friðþjófs-
kvæði og skáldsaga, stæling af Úndínu, að sjálfs hans sögn, sýna bezt, hvert
bugurinn horfði. — Þannig líða árin um og eftir fermingu, síðustu árin í
Víðimýrarseli.
Svo rennur upp vorið 1870. Þá er svo komið högum í Víðimýrarseli,
að foreldrar Stephans hafa ákveðið að bregð'a búi og flytjast í skjól náinna
vandamanna Guðmundar norður í Bárðardal. Þá er Stephan 16 ára, er
hann kveður Skagafjörð:
Ég kveð þig fríð'i Fjörður minn
og fjallahlíð með snjóinn sinn
og litla býlið við blásinn mel,
sem börðin skýla, Farið vel.
Og æskubræður, sem orð'um með
í öllum kvæðum ég tregast kveð,
ég einn á vegi samt ykkur tel,
unz ævin segir: Farðu vel.
Þetta litla kvæði, ort í þann mund, er brottförin af æskustöðvunum
var ráðin, segir býsna margt í fáum orðum. Þó kalla megi, að öll héruð'
aorðanlands ætti nokkurn þátt í Stephani, þegar litið er til ættar og
uppruna, leikur ekki á tveim tungum, að Skagafjörður var honum kær-
astur, enda stafa þaðan næstum allar æskuminningar hans. Réttara væri
Vlst að segja allar æskuminningar hans, því hann er í raun og veru að
kveðja æsku sína, er hann flyzt norður. Léttadrengurinn nýi í Mjóadal
vorið 1870 var reyndar aðeins 16 ára að aldri, en býsna fullorðinn samt.
Lííið hefur tekið á honum hörðum höndum, sundrað heimili hans tvisvar
sinnum og loks flæmt hann burtu af æskustöðvum sínum. Að vísu dvelst
bann hjá föðursystur sinni og fólki hennar í Mjóadal, er hann varð síðar
íöstustum böndum tengdur, og í nágrenni við foreldra sína og fólk á Mýri,
riæsta bæ við Mjóadal. Hér bjó hann eins og fyrr og þó öllu fremur við
afrétt, heið'ageim, er hann kunni bezt við alla ævi. Og í rauninni leið hon-
urn hér að ýmsu leyti vel. En samt amaði sitthvað að. Framtíðin var myrk
°8 torráðin og ýmsar blikur á lofti. Fyrir fáum árum hafði hópur manna
úr Bárðardal tekið sig upp og flutt búferlum til Brasilíu. Hlé hafði orðið
a utflutningi þessum, en þó var eins og hér gæti ekki um heilt gróið. Þetta