Helgafell - 01.10.1953, Page 47

Helgafell - 01.10.1953, Page 47
STEPHAN G. STEPHANSSON 45 á engar endurminningar um Bólu-Hjálmar, sem hann liirði að greina, en hann yrkir eftir þá báða, Jón og Sigvalda. Jón Árnason þótti dágott skáld a smni tíð, og vafalaust hefur Stephan dregið einhvern dám af honum, reyndar líklega mest á þann hátt, að Jón hefur beint eða óbeint örvað hann til kvæða. Eins og vænta má um ungt skáld á þessum árum, er eomantíkin honum ofarlega í huga. Steingrímur og Gröndal hafa verið uppáhald hans, eins og fram kemur í kvæðinu „Gert upp úr gömlum reikn- mgum“. Viðfangsefnin stærstu, Víglundarsaga með hliðsjón af Friðþjófs- kvæði og skáldsaga, stæling af Úndínu, að sjálfs hans sögn, sýna bezt, hvert bugurinn horfði. — Þannig líða árin um og eftir fermingu, síðustu árin í Víðimýrarseli. Svo rennur upp vorið 1870. Þá er svo komið högum í Víðimýrarseli, að foreldrar Stephans hafa ákveðið að bregð'a búi og flytjast í skjól náinna vandamanna Guðmundar norður í Bárðardal. Þá er Stephan 16 ára, er hann kveður Skagafjörð: Ég kveð þig fríð'i Fjörður minn og fjallahlíð með snjóinn sinn og litla býlið við blásinn mel, sem börðin skýla, Farið vel. Og æskubræður, sem orð'um með í öllum kvæðum ég tregast kveð, ég einn á vegi samt ykkur tel, unz ævin segir: Farðu vel. Þetta litla kvæði, ort í þann mund, er brottförin af æskustöðvunum var ráðin, segir býsna margt í fáum orðum. Þó kalla megi, að öll héruð' aorðanlands ætti nokkurn þátt í Stephani, þegar litið er til ættar og uppruna, leikur ekki á tveim tungum, að Skagafjörður var honum kær- astur, enda stafa þaðan næstum allar æskuminningar hans. Réttara væri Vlst að segja allar æskuminningar hans, því hann er í raun og veru að kveðja æsku sína, er hann flyzt norður. Léttadrengurinn nýi í Mjóadal vorið 1870 var reyndar aðeins 16 ára að aldri, en býsna fullorðinn samt. Lííið hefur tekið á honum hörðum höndum, sundrað heimili hans tvisvar sinnum og loks flæmt hann burtu af æskustöðvum sínum. Að vísu dvelst bann hjá föðursystur sinni og fólki hennar í Mjóadal, er hann varð síðar íöstustum böndum tengdur, og í nágrenni við foreldra sína og fólk á Mýri, riæsta bæ við Mjóadal. Hér bjó hann eins og fyrr og þó öllu fremur við afrétt, heið'ageim, er hann kunni bezt við alla ævi. Og í rauninni leið hon- urn hér að ýmsu leyti vel. En samt amaði sitthvað að. Framtíðin var myrk °8 torráðin og ýmsar blikur á lofti. Fyrir fáum árum hafði hópur manna úr Bárðardal tekið sig upp og flutt búferlum til Brasilíu. Hlé hafði orðið a utflutningi þessum, en þó var eins og hér gæti ekki um heilt gróið. Þetta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.