Helgafell - 01.10.1953, Síða 51
STEPHAN G. STEPHANSSON
49
Því að því má ekki gleyma, þó að tízka sé að tala með nokkrum
Hroka í garð innlendrar sveitamenningar, að Stephan G. Stephansson var
t. d. ekki útskrifaður úr norrænudeild háskólans, né heldur Hafnarstúd-
ent eða langdvalarmaður á Montparnasse, heldur hafði hann ungur feng-
<ð alla sína menntun, þá menntun, sem skáldskapur hans greri af, á
fátækum sveitaheinulum í Skagafirði og Þingeyjarsýslu.
Svo kom hann loks aftur heim til íslands, á efri árum, sem heiðurs-
gestur í landi norrænunnar. Ég var þá ungur, og mér fannst ég eiga von
a honum einhvern veginn furðulegum ásýndum, og stórkarlalegum,
Andvökuskáldinu, Klettafjallarisanum — myndi hann ekki hafa eitt-
hvað af hinu hrikalega andlitsfalh Matthíasar, eð aðsópi Einars Bene-
diktssonar? Sú eftirminnilega stund rann upp, að ég fékk að sjá hann
og taka í hönd hans, virða hann fyrir mér: lágvaxinn, magran, lotinn,
lúinn alþvðumann, með hátt og göfugt enni, stór björt augu, sjónmikil
°g vitur, svipur hans ljómandi af góðleik og fínleik. Ljúflyndi og næm-
leiki barnsins höfðu varðveitzt, óskert, í margreyndu andliti hins hálf-
sjötuga bónda.
Og ég fann að einmitt svona blaut hann að vera, látlaus, sviphreinn
erfiðismaður, útslitinn þegar á ævina leið, einyrkjaskáldið, hinn mikli
fulltrúi hugsandi og rímandi norrænu-kotbænda í tíu aldir, og þeirrar
snilh og þess mannvits, sem ekki verður í askana látið.
Kristján Albertson.