Helgafell - 01.10.1953, Síða 60

Helgafell - 01.10.1953, Síða 60
58 HELGAFELL fyrr en varir ný framtíðarsýn. Hann sér möguleika á því að efnast sjálfur og verða valdamikill drottnari fólksins, sem trúði honum fyrir sér. Smám sarnan leysir hann af hólmi óheillaöflin, sem risið var gegn í upphafi, án þess að gera sér grein fyrir því, að hann er fallinn í gryfju borgaralegra freistinga. Hann gleymir draumi Guðna í Skuld í kappi ferðarinnar og heíur elcki hugmynd um, að hann er snúinn við', hættur að stefna inn í framtíðina og aftur á leið til fortíðarinnar eftir að hafa. séð sjálfum sér borgið. En fólkið gerir sér grein fyrir örlögum foringjans og neitar að fylgja honum lengur. Þetta kostar tvísýn átök, en sigurinn verður fólksins. Sig- urður Þórarinsson losnar úr tengslum við fjöldann, sem gerði hann að leið'- toga sínum, og ekur bifreið sinni inn í gaddavírsgirðingu auðs og einangr- unar, en fólkið heldur áfram í áttina til framtíð'arinnar undir forustu nýrra manna. Þetta er hinn listræni og persónulegi boðskapur skáldsögunnar. Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson hefur dregið þann lærdóm af reynslunni, að iolkið verður sjálft að heyja baráttuna til sigurs og getur ekki treyst foringjun- um í blindni. Barátta verkalýðshreyfingarinnar er fólgin í því, að fólkinu líði betur í dag en í gær og geti vænzt nýrrar farsældar á morgun; að íerðinni sé heitið í áttina til framtíðarinnar og ráðin tekin af foringjunum, ef þeir villast af leið eða snúa við. Þetta er vissulega ærið íhugunarefni. Guðnarnir eru fáir, en Sigurð'arnir margir. Og það er engan veginn nóg að hafa átt Guðna í Skuld og fengið í arf frá honum drauminn fagra, ef Sig- urðunum líðst að svíkja, hvort heldur þeir falla í gryfju borgaralegra freist- inga eða verða handbendi harðstjórans, sem bíður færis að beita valdi í kvalastað kúgunarinnar bak við skrauthlið blekkingarinnar. Hlutverk þeirra, sem ætla að' gera draum Guðna í Skuld að veruleika, er ekki aðeins að berjast gegn Knúti Knapp og Þórbergi á Hólnum. Þeir verða jafnframt og ekki síður að gjalda varhuga við Sigurði Þórarinssyni. Bókmenntalegir fagurkerar geta sjálfsagt fundið skáldsögu Vilhjáhns S. Vilhjálmssonar það til foráttu, að hún sé ekki nógu vel skrifuð. Hinu geta þeir aldrei neitað, að hún er vel gerð og vel sögð. Hún nær þeim til- gangi, sem vakti fyrir höfundinum, og það er aðalatriðið. Hann heíur smíðað traustan og mikinn grip úr efniviði íslenzka sjóþorpsins og baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Og glitperlur skáldskaparins í fjörusandi þessar- ar örlagaríku hversdagssögu eru margar og fagrar. Drengirnir í sandinum, tunglskinskvöldin úti á skautasvellinu, göfugar ástir fátækra hjóna, sem vilja koma börnum sínum til manns, niður hafsins, þegar brimið brotnar á skerjagarðinum, gróandi túnin og ilmandi heiðin, — allt er þetta þarna og á réttum stað. Vilhjálmur skilur leyndardóm þeirra aukaatriða, sem verða listrænt víravirki, þegar þau mynda samræmda heild. Hann hefur skrifað góðar smásögur og túlkað sjónarmið og viðhorf fólksins í landinu í samtölum og blaðagreinum. En tvímælalaust nýtur hann sín bezt sem verkamaður í víngarði skáldsagnagerðarinnar. Skáldsaga hans er betri en vonir stóðu til. Lífsreynsla hans er svo rík, boðskapur hans svo tímabær j
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.