Helgafell - 01.10.1953, Page 62
Löng er leiðin frá Benedikl á Auðnum
til Benna í leyniþjónustunni
Huglei8ingar um íslenzfya
menningarþróun
I
Þegar Stephan G. Stephansson
heimsótti Island árið 1917 fór hann
um Þingeyjarsýslu og gisti að Gaut-
löndum. Þremur árum síðar farast
honum svo orð um þessa næturgist-
ingu, í bréfi til Jóns Jónssonar frá
Sleðabrjót: ,,Eg kynntist P. Gauta
svolítiS, hann var á þingi. Féll ágæt-
lega við hann, svo blátt áfram bónda-
mennilegur og dekurslaus. Eg gisti á
Gautlöndum hjá syni hans og dætrum,
yndislega víSsýnu og víðlesnu ung-
fólki. VarS að vaka fram undir dag til
að ræða ýmsa ,,speki“, því það var
eins og þau systkin þekktu helztu höf-
unda, stefnur og strauma út um allan
heim, og dæmdu allt þess konar svo
frjálsmannlega. Langt verður þess að
bíða, Jón, að ég komi á íslenzkt heim-
ili hérna vestanhafs, þar sem ungt fólk
er eins hugsjónaríkt eins og það var á
sumum sveitaheimilum heima, jafn
seintekinn eins og (ég) er þó, og eins
fljótt og ég fór yfir."
Sú svipmynd, er skáldið dró af
þessu menntaða þingeyska sveitaheim-
ili fyrir 36 árum, er merkilegur vitnis-
burður um þann árangur, er orðið
hafði af menningarbaráttu íslenzkra
bænda á síðari hluta 19. aldar. Þótt
menningarbarátta þessi væri staðbund-
in og mjög mörkuS ,,þingeyskum“
blæ, orkaði hún þó á alla þjóðina og
landssöguna. Onnur héruS komu á
eftir og háðu hina sömu baráttu, þótt
með öðru sniði væri og þótt reisnin
yrði ekki slík og veriS hafði yfir þing-
eyingunum. Til þeirra má ekki aðens
rekja kaupfélagshugmyndina hér á
landi, heldur einnig Samband ís-
lenzkra sarrvinnufélaga og Framsókn-
arflokkinn sjálfan. Hitt er svo annaS
mál, hvort feðurnir mundu allsstaðar
kannast viS ættarmót sitt í andlitsdrátt-
um niðjanna, og væri þá ekki í fyrsta
skipti, aS vafi léki á um þingeyska
karllegginn.
II
Bókelska íslenzkrar sveitaalþýðu á
19. öld var aS því skapi ástríðuríkari,
sem hún var ósjaldan ást í meinum.
KynslóSir aldanna háðu lengst af lífs-
stríð sitt viS grimm náttúruöfl meS lítil
og léleg verkfæri, biliS milli bjarg-
álna og bjargþrota var örstutt. Ung-
lingunum var haldiS aS vinnu frá því
þeir gátu gengiS uppréttir, aS sitja auS-
umt höndum var sízt betra en guðlast,
og á undan kristindómi var þeitn
kennt, aS bókvitiS yrði ekki látiS i
askana. Sögurnar af því, hversu ís-
lenzkir unglingar stálust til aS læra aS
draga til stafs eða fóru meS prentaS
mál og bókaræfla jafn leynt og manns-
morS, eru átakanlegustu ástasögur