Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 64

Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 64
62 HELGAFELL frá því sagt, að Menntafélag Mývetn- inga eigi að hlynna að menntun og framförum ungmenna í Skútustaða- hreppi, einkum í bóklegri þekkingu. Jakob Hálfdánarson stjórnaði þessu sveitarblaði og skoraði hann á tnenn að styrkja skólahugmyndina, þennan nýgræðing, sem gróðursettur hefði ver- ið fyrir umsvif og kappsmuni nokkurra ungra manna, til þess að hinir náttúr- legu hæfileikar ungu kynslóðarinnar mættu verða betur ræktir hér eftir en hingað til, þar sem kröfur þessara al- varlegu breytingatíma kalla að mönn- um meir en áður margháttaða þekk- ingu, aðgæzlu og afskipti. Þessi unga þingeyska bændakynslóð var gædd upprunalegri og falslausri ábyrgðartilfinningu gagnvart landi sínu og þjóð. Hún skynjaði straum- hvörfin, sem voru að gerast á íslandi eftir að því hafði verið veitt nokkurt vald til löggjafar. Á þeim árum er hin opinbera saga íslenzku þjóðarinnar var öll bundin við réttarstöðukröfur henn- ar, unnu þingeyskir bændur að félags- legum málefnum, sem lítt var sinnt af hinum skólagengnu og latínulærðu málsvörum þjóðarinnar. Um sama leyti og Benedikt Sveinsson sýslumað- ur hefur á ný baráttu fyrir auknum landsréttindum á alþingi, leggja þing- eyskir bændur til atlögu við ríkustu selstöðuverzlun Dana, Orum & Wulf, á Húsavík. Þótt rimman væri í eðli sínu um sauðasölu lyftu oddvitar hinna þingeysku bænda henni á hærra svið félagslegra átaka. Eftir því sem deilan harðnaði reistu bændur merkið hærra og tóku að velta fyrir sér viðfangsefn- um verzlunarmálanna á almennara grundvelli. Einn var sá maður í hópi þessara þingeysku bænda, er reyndi beinlínis að skapa fræðilega kenningu um framtíð íslenzkra verzlunarmála á grundvelli þeirrar reynslu, er fengizt hafði í baráttu Kaupfélagsins á Húsa- vík við faktorsvaldið. Þessi maður var Benedi\t Jónsson á Auðnum. III Það mun ekki ofsagt, að Benedikt á Auðnum hafi um skeið verið áhrifa- ríkastur maður um Suður-Þingeyjar- sýslu. Ekki var það þó fyrir veraldleg metorð. Hann var fæddur árið 1846 að Þverá í Laxárdal, sonur Jóns Jóakims- sonar hreppstjóra. Sjálfur var hann kotbóndi á Auðnum alla stund meðan hann fékkst við búskap. Á mannfund- um bar lítt á honum, því að hann mun aldrei hafa haldið ræðu á opinberum fundi. En hann var einhver pennalipr- asti maður þessa lands, skrifaði svo fagra rithönd, að enn sér hennar stað í dráttum og stafagerð Þingeyinga. Honum var ákaflega létt um að skrifa og aldrei undi hann sér betur en við penna og blek. Hann skrifaðist á við fjölda manna, innan sýslu og utan, bréf hans, sem skipta þúsundum, eru mjög merkilegar heimildir um sögu samtíðar hans, og væri það mikil nauð- syn, að þeim yrði safnað á einn stað. Áhrifa Benedikts gætti mest á bak við tjöldin, með penna sínurn og bréfum var hann beinskeyttur áróðursmaður, enda stóð hann að flestu því, er til framfara horfði í sýslu hans um ára- tuga skeið. Þótt hinn lágvaxni og hvat- legi maður væri ekki víkingurinn, er gengi fram fyrir skjöldu, þá var enginn honum fremri um hugkvæmni og til- lögur, en með bréfum sínum náði hann til fjölda rnanna, svo að persónulegum áhrifum hans mætti helzt líkja við a- hrif blaða á okkar tímum. Benedikt á Auðnum mun án efa hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.