Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 64
62
HELGAFELL
frá því sagt, að Menntafélag Mývetn-
inga eigi að hlynna að menntun og
framförum ungmenna í Skútustaða-
hreppi, einkum í bóklegri þekkingu.
Jakob Hálfdánarson stjórnaði þessu
sveitarblaði og skoraði hann á tnenn
að styrkja skólahugmyndina, þennan
nýgræðing, sem gróðursettur hefði ver-
ið fyrir umsvif og kappsmuni nokkurra
ungra manna, til þess að hinir náttúr-
legu hæfileikar ungu kynslóðarinnar
mættu verða betur ræktir hér eftir en
hingað til, þar sem kröfur þessara al-
varlegu breytingatíma kalla að mönn-
um meir en áður margháttaða þekk-
ingu, aðgæzlu og afskipti.
Þessi unga þingeyska bændakynslóð
var gædd upprunalegri og falslausri
ábyrgðartilfinningu gagnvart landi
sínu og þjóð. Hún skynjaði straum-
hvörfin, sem voru að gerast á íslandi
eftir að því hafði verið veitt nokkurt
vald til löggjafar. Á þeim árum er hin
opinbera saga íslenzku þjóðarinnar var
öll bundin við réttarstöðukröfur henn-
ar, unnu þingeyskir bændur að félags-
legum málefnum, sem lítt var sinnt af
hinum skólagengnu og latínulærðu
málsvörum þjóðarinnar. Um sama
leyti og Benedikt Sveinsson sýslumað-
ur hefur á ný baráttu fyrir auknum
landsréttindum á alþingi, leggja þing-
eyskir bændur til atlögu við ríkustu
selstöðuverzlun Dana, Orum & Wulf,
á Húsavík. Þótt rimman væri í eðli
sínu um sauðasölu lyftu oddvitar hinna
þingeysku bænda henni á hærra svið
félagslegra átaka. Eftir því sem deilan
harðnaði reistu bændur merkið hærra
og tóku að velta fyrir sér viðfangsefn-
um verzlunarmálanna á almennara
grundvelli. Einn var sá maður í hópi
þessara þingeysku bænda, er reyndi
beinlínis að skapa fræðilega kenningu
um framtíð íslenzkra verzlunarmála á
grundvelli þeirrar reynslu, er fengizt
hafði í baráttu Kaupfélagsins á Húsa-
vík við faktorsvaldið. Þessi maður var
Benedi\t Jónsson á Auðnum.
III
Það mun ekki ofsagt, að Benedikt á
Auðnum hafi um skeið verið áhrifa-
ríkastur maður um Suður-Þingeyjar-
sýslu. Ekki var það þó fyrir veraldleg
metorð. Hann var fæddur árið 1846 að
Þverá í Laxárdal, sonur Jóns Jóakims-
sonar hreppstjóra. Sjálfur var hann
kotbóndi á Auðnum alla stund meðan
hann fékkst við búskap. Á mannfund-
um bar lítt á honum, því að hann mun
aldrei hafa haldið ræðu á opinberum
fundi. En hann var einhver pennalipr-
asti maður þessa lands, skrifaði svo
fagra rithönd, að enn sér hennar stað
í dráttum og stafagerð Þingeyinga.
Honum var ákaflega létt um að skrifa
og aldrei undi hann sér betur en við
penna og blek. Hann skrifaðist á við
fjölda manna, innan sýslu og utan,
bréf hans, sem skipta þúsundum, eru
mjög merkilegar heimildir um sögu
samtíðar hans, og væri það mikil nauð-
syn, að þeim yrði safnað á einn stað.
Áhrifa Benedikts gætti mest á bak við
tjöldin, með penna sínurn og bréfum
var hann beinskeyttur áróðursmaður,
enda stóð hann að flestu því, er til
framfara horfði í sýslu hans um ára-
tuga skeið. Þótt hinn lágvaxni og hvat-
legi maður væri ekki víkingurinn, er
gengi fram fyrir skjöldu, þá var enginn
honum fremri um hugkvæmni og til-
lögur, en með bréfum sínum náði hann
til fjölda rnanna, svo að persónulegum
áhrifum hans mætti helzt líkja við a-
hrif blaða á okkar tímum.
Benedikt á Auðnum mun án efa hafa