Helgafell - 01.10.1953, Side 65
BÓKMENNTIR
63
veriö víðlesnasti og bókvísastur sinna
samtíÖamnanna í Þingeyjarsýslu. Hann
las öll norðurlandamálin, en auk þess
ensku og þýzku og fylgdist nákvæm-
lega með því, sem út kom á erlendum
bókamarkaði. Hann tók þátt í stofnun
Kaupfélagsins, fundargerð stofnfund-
arins, sem haldinn var 26. sept. 1881
að Grenjaðarstað, er með hendi Bene-
dikts og undirskrifuð af honum ásamt
Jakob Hálfdánarsy ni. Þessi kaupfé-
^agsstofnun olli þáttaskilum í ævi
hans. Hann mun vera fyrsti íslending-
unnn, sem gerði sér ljósa grein fyrir
því, hver framtíð kaupfélagsskapnum
væri búin hér á Islandi og hann orðar
fyrstur manna þá kenningu, að svo
sern í haginn sé búið hér á landi, muni
þess vera kostur að gera öll vöruvið-
skipti að kaupfélagsverzlun. Á þeim
arum er mikið var um það rætt hér á
landi að skapa innlenda kaupmanna-
stétt, flutti þessi þingeyski bóndi þá
kenningu, að íslenzk kaupmannastétt
v*ri óþörf, hún væri þróunarstig, sem
hlaupa mætti yfir, því að kaupfélögin
gætu gegnt hlutverki hennar. Hvernig
sem menn líta á þessa félagskenningu
a okkar dögum, þá ber hún höfundi
sinum vitni um dirfsku og langsýn í
kugsun.
Frá fyrstu byrjun varð Kaupfélagið
i kuga Benedikts á Auðnum hinn mikli
urðarás allra félagslegra og menning-
a^legra framfara í sýslunni. Hann
fmst svo að orði í bréfi til Kristjáns
Jónassonar frá Narfastöðum, 20. marz
: >,Félagið er naumast fullmynd-
enn, og hugmyndin ekki fullþrosk-
u^’ °g því ekki heldur lögin. Reynsl-
an og timinn verða að fylla skörðin,
en nú er þetta samt komið svo langt,
a það getur ekki dáið út. Hugmynd-
lrnar hafa náð því, sem kalla má ,,hist-
oriska festu“ og verða ekki stöðvaðar
af neinu afli, en þær geta breytt dá-
lítið stefnu eftir vindstöðu. Nú er auð-
sjáanlega að renna upp endurfæðing-
artími verzlunarinnar, tíminn og þörf-
in heimta það, og þá dugar ekkert,
hvað margir sem segja nei. Einstök
,,Individ“ geta hrunið og eyðilagzt við
fæðingarhríðarnar, en hugmyndirnar
sigra. Þetta er minn sannleikur ! Bravo
fyrir allt nýtt! Það hlýtur að vera gott!
Og sigra! Bravo ! Já, það getur hitnað
í manni þegar maður hugsar dálítið um
þetta og er ófjötraður af vanadjöflin-
um, sem er máttugastur allra djöfla.“
Menn verða að minnast þess, að
þetta er skrifað fyrir 70 árum, en höf-
undurinn 37 ára gamall bóndi, kominn
á það skeið ævinnar, er skylt þykir, að
ráðsettir menn hafi hlaupið af sér horn-
in. En hann skrifar eins og kornungur
menntamaður, sem hefur gripið lífs-
hugssjón sína höndum í fyrsta skipti.
Og nú hafði hitnað svo í bóndanum,
að ári síðar er hann einn helzti hvata-
pmaður að stofnun Þjóð/iðsins, en það
var fyrsta tilraun, sem gerð var á Is-
landi til að stofna frjálslyndan fram-
faraflokk, er ekki væri nær eingöngu
bundinn réttarstöðumáli landsins. Þjóð-
liðinu varð að vísu ekki áskapaður
langur aldur, það má telja að það falli
í valinn þegar árið 1886 og hafi þá
hvergi fundið neinar undirtektir nema
í Þinveyjarsýslu og á einstaka stað öðr-
um á Norðurlandi. Það virtust ekki
nógu sterk öfl í íslenzku þjóðlífi til að
skapa slíkan frjálslyndan flokk, inn-
lend borgarastétt í rauninni engin til,
er hefði getað veitt honum brautar-
gengi. Þjóðliðið dó og það var kastað
á það rekunum með níðkvæðum og
kesknivísum að gömlum og góðum ís-
lenzkum sveitarsið.