Helgafell - 01.10.1953, Side 65

Helgafell - 01.10.1953, Side 65
BÓKMENNTIR 63 veriö víðlesnasti og bókvísastur sinna samtíÖamnanna í Þingeyjarsýslu. Hann las öll norðurlandamálin, en auk þess ensku og þýzku og fylgdist nákvæm- lega með því, sem út kom á erlendum bókamarkaði. Hann tók þátt í stofnun Kaupfélagsins, fundargerð stofnfund- arins, sem haldinn var 26. sept. 1881 að Grenjaðarstað, er með hendi Bene- dikts og undirskrifuð af honum ásamt Jakob Hálfdánarsy ni. Þessi kaupfé- ^agsstofnun olli þáttaskilum í ævi hans. Hann mun vera fyrsti íslending- unnn, sem gerði sér ljósa grein fyrir því, hver framtíð kaupfélagsskapnum væri búin hér á Islandi og hann orðar fyrstur manna þá kenningu, að svo sern í haginn sé búið hér á landi, muni þess vera kostur að gera öll vöruvið- skipti að kaupfélagsverzlun. Á þeim arum er mikið var um það rætt hér á landi að skapa innlenda kaupmanna- stétt, flutti þessi þingeyski bóndi þá kenningu, að íslenzk kaupmannastétt v*ri óþörf, hún væri þróunarstig, sem hlaupa mætti yfir, því að kaupfélögin gætu gegnt hlutverki hennar. Hvernig sem menn líta á þessa félagskenningu a okkar dögum, þá ber hún höfundi sinum vitni um dirfsku og langsýn í kugsun. Frá fyrstu byrjun varð Kaupfélagið i kuga Benedikts á Auðnum hinn mikli urðarás allra félagslegra og menning- a^legra framfara í sýslunni. Hann fmst svo að orði í bréfi til Kristjáns Jónassonar frá Narfastöðum, 20. marz : >,Félagið er naumast fullmynd- enn, og hugmyndin ekki fullþrosk- u^’ °g því ekki heldur lögin. Reynsl- an og timinn verða að fylla skörðin, en nú er þetta samt komið svo langt, a það getur ekki dáið út. Hugmynd- lrnar hafa náð því, sem kalla má ,,hist- oriska festu“ og verða ekki stöðvaðar af neinu afli, en þær geta breytt dá- lítið stefnu eftir vindstöðu. Nú er auð- sjáanlega að renna upp endurfæðing- artími verzlunarinnar, tíminn og þörf- in heimta það, og þá dugar ekkert, hvað margir sem segja nei. Einstök ,,Individ“ geta hrunið og eyðilagzt við fæðingarhríðarnar, en hugmyndirnar sigra. Þetta er minn sannleikur ! Bravo fyrir allt nýtt! Það hlýtur að vera gott! Og sigra! Bravo ! Já, það getur hitnað í manni þegar maður hugsar dálítið um þetta og er ófjötraður af vanadjöflin- um, sem er máttugastur allra djöfla.“ Menn verða að minnast þess, að þetta er skrifað fyrir 70 árum, en höf- undurinn 37 ára gamall bóndi, kominn á það skeið ævinnar, er skylt þykir, að ráðsettir menn hafi hlaupið af sér horn- in. En hann skrifar eins og kornungur menntamaður, sem hefur gripið lífs- hugssjón sína höndum í fyrsta skipti. Og nú hafði hitnað svo í bóndanum, að ári síðar er hann einn helzti hvata- pmaður að stofnun Þjóð/iðsins, en það var fyrsta tilraun, sem gerð var á Is- landi til að stofna frjálslyndan fram- faraflokk, er ekki væri nær eingöngu bundinn réttarstöðumáli landsins. Þjóð- liðinu varð að vísu ekki áskapaður langur aldur, það má telja að það falli í valinn þegar árið 1886 og hafi þá hvergi fundið neinar undirtektir nema í Þinveyjarsýslu og á einstaka stað öðr- um á Norðurlandi. Það virtust ekki nógu sterk öfl í íslenzku þjóðlífi til að skapa slíkan frjálslyndan flokk, inn- lend borgarastétt í rauninni engin til, er hefði getað veitt honum brautar- gengi. Þjóðliðið dó og það var kastað á það rekunum með níðkvæðum og kesknivísum að gömlum og góðum ís- lenzkum sveitarsið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.