Helgafell - 01.10.1953, Page 69
BÖKMENNTIR
67
fljótu bragði að komast að öruggri
vissu um bókakost hinna þingeysku
bænda, þá verður af öðrum heimild-
um auðveldlega ráðið, hvaða straum-
ar erlendrar menningar hafa borizt að
ströndum þeirra. Á þremur síðustu
áratugum 19. aldar, er þingeyskir
bmndur stofna með sér félög og sam-
tök, steypa einokun selstöðuverzlunar-
innar og skapa nýja viðskiptahætti,
stauta sig fram úr erlendum skáldritum
°g félagslegum fræðibókum, þá eru
uiiklir umbrotatímar á Norðurlöndum.
Danski bókmenntakönnuðurinn Georg
Brandes hóf árið 1871 að flytja Hó'/uð-
strauma í bó\menntum Evrópu á 19.
öld, en þeir fyrirlestrar ollu aldahvörf-
urn í andlegri menningu Norðurlanda.
Það varð ekki aðeins hlutur Brandesar
að ryðja raunhyggjunni braut í skáld-
skap Norðurlanda, svo sem víða má
lesa um í bókum. Hitt var öllu mikil-
vægara og afdrifaríkara, að þar sem
áður hafði verið staðnaður pollur í and-
fegu lífi Norðurlanda, var nú kominn
áfinn sjór. Brandes leysti tunguhaft
keillar kynslóðar, svo að hún mátti nú
ræða öll vandamál mannlegs lífs með
^uein dirfsku og sannleiksástríðu en
Uienn vissu dæmi til áður. Með einni
°rðbreytingu mætti lýsa hlutverki
B^andesar með ljóðlínum þeim er
Stephan G. Steph ansson helgaði Van-
trúnni:
Hann kom eins og geisli í grafarhúm
kalt
°g glóandi birtuna lagði yfir allt. —
Á þessum árum sóttu Islendingar
askólamenntun sína til Kaupmanna-
afnar að mestu leyti. Það var því eng-
ln furða, þótt íslenzkir menntamenn,
Ur stunduðu nám við Hafnarháskóla
enndu áhrifanna frá umbrotum þeim,
er urðu x bókmenntum og andlegu lífi
Norðurlanda fyrir tilstuðlan Brandesar.
Brandes var alla ævi mjög hlýtt til Is-
lendinga, ekki sízt vegna þess, að
hann varð þess áskynja á margan hátt,
hve íslenzkir Hafnarstúdentar mátu
hann og lífsstarf hans mikils. Ung ís-
lenzk skáld á Hafnarslóð skutu saman
fé úr léttum sjóði og réðust í að gefa
út tímaritið Verðandi árið 1882 og
helguðu það hugmyndum hins nýja
tíma og þess manns, er gerzt hafði
spámaöur hans. En þeir höfðu þó ver-
ið þar nærstddir, er hann drap sprota
sínum á klettinn, svo upp spratt tær
lind. Hitt var öllu furÖulegra, að bjarg-
álna bændur í snjóþungri sveit noröur
á Islandi skyldu nær samtímis telja sig
,,andlega kunningja“ Brandesar og
hinnar ungu kynslóÖar skálda og hugs-
uða á NorÖurlöndum, svo sem sjá má
af bxéfi Benedikts á Auönum, sem
vitnað var í hér að framan. Slíkt fyrir-
bæri er án efa einstakt í öllum sveita-
byggðum á NorÖurlöndum. Frammi
fyrir slíkri staðreynd þarf tslendingur-
inn ekki að fyrirverða sig vegna þjóð-
arsmseðar. Því að boðskapur Brandes-
ar og manna hans var boðskapur evr-
ópskrar hámenningar og það er ekki
óglæsilegur vitnisburður íslenzkri al-
þýðu, að hún skyldi fagna lífshugsjón-
um þessarar menningar þegar þær bar
að garði hennar.
I hópi hinna þingeysku bænda og
félaga í samtökunum Öfeigur í Skörð-
um túlkaði Jón Stefánsson rithöfundur
— öðru nafni Þorgils Gjallandi — hin
nýju lífsviÖhorf í skáldsögum sínum.
En þau verða ekki síÖur greind í bréf-
um, ritgerðum og ræðum annarra þing-
eyskra bænda, svo sem Benedikts á
AuÖnum, Péturs Jónssonar á Gaut-
löndum og Jóns Jónssonar í Múla. All-
ir eru þeir markaÖir svipmóti þeirra