Helgafell - 01.10.1953, Side 73
BÖKMENNTIR
71
hverjum vanda, og þegar hann og fé-
lagar hans, Áki og Kalli, hafa í lok
hverrar bókar leyst allar flækjur, bíða
þeir málþola eftir því, að hinn hug-
myndaríki höfundur taki til á nýjan
leik og fari að skrifa næsta bindi.
Benni er sem sagt hinn mikli súper-
mann, lífshugsjón hins bandaríska
æskumanns, í þessu tilfelli klædd
hrezkum einkennisbúningi. Garpar
Benna-bókanna eru slík ofurmenni,
svo gerilsneyddir líkamlegum veik-
leika, að maður trúir tæplega höfund-
'num, eða öllu heldur þýðandanum,
þegar hann segir um þá á máli Snorra
Sturlusonar: Þeir urpu öndinni!
Súper\onan Beverly Gray er ekki
gerð úr alveg eins skíru stáli og brezka
ofurmennið Benni. Höfundur hennar
kannast við eina veilu í steypunni:
>.Bráðlyndið var eini gallinn á lundar-
^ari hennar, en hversdagslega var hún
góð og gæf. Hún hafði tekið í arf frá
móður sinni þýtt og fifrandi viðmót
°g nærna réttlætistilfinningu, og frá
föður sínum óbilandi kjark og góða
glettni." Með þetta veganesti síns
holdlega uppruna fer Beverly Gray á
kvennaskólann, og uppfrá því er ævi
hennar, já hver dagur ævi hennar ó-
slitin ævintýri, utan skólans og innan,
þótt fyrst taki í hnúkana þegar skóla-
yistinni er lokið. Viðburðir lífs henn-
ar eru eldsvoðar, flugslys, mannrán,
gttnsteinaþjófnaðir og smygl, en hún
gengur þurrum fótum gegnum hvern
voða og stefnir ratvís í hinn rétta karl-
mannsfaðm. Ef á annað borð er hægt
að gera samanburð á þessucn ,,bók-
menntum“, Benna- og Beverly-bókun-
um, þá er kvenleggurinn sýnu leiðin-
legri, enda þremur bindum lengri enn
sem komið er, Beverly og stöllur henn-
ar enn ósennilegri og tilgerðarlegri í
kvennaskólamasinu en Benni og kump-
ánar hans með munnsöfnuð flug-
mannaskálans. Sá munur skiptir þó
litlu máli, enda ber allt að sama
brunni.
VIII
í stuttu máli sagt: Með þessum
furðulegu bókmenntum hefur sam-
vinnuútgáfan Norðri fundið og skapað
þjóð sinni þær hugsjónalegu fyrir-
myndir, sem æska landsins telur sér
henta, ef marka má fullyrðingar aug-
lýsingastjórans. Hefur þá arftaki bók-
legrar menntar í Þingeyjarsýslu lagt
þann skerf til íslenzkrar þjóðmenning-
ar, sem hann væntanlega álítur sig
sæmdan af og gæti hann þess vegna
með góðri samvizku látið staðar numið
í bili. Mundu og margir telja hann vel
að hvíldinni kominn eftir að hafa velt
sér hina löngu leið frá Benedikt á
Auðnum til Benna í leyniþjónustunni,
og það því fremur, sem það er ekki
á hvers manns færi að halda strikinu
öllu lengra niður á við.