Helgafell - 01.10.1953, Síða 78

Helgafell - 01.10.1953, Síða 78
76 HELGAPELL roði í stað heildarsvips? í fjórða lagi er það byggingarefnið sjálft og byggingartæknin. Ef slíkt hús ætti ekki að vekja hvers manns forundran og aðhlátur, yrði að sjálfsögðu að byggja það úr því eíni, sem stílinn hefur mótað: úr timbri. En væri þá slíkur efnis- viður talinn nógu varanleg minning staðarins og nógu öruggur til geymshi þeirra fáu en dýrmætu muna, sem okkur hafa bjarg- azt úr Skálholti? Ég er hræddur um að okkar ágæti þjóðminja- vörður mundi hugsa sig um tvisvar. Og byggingartæknin? Eru íslenzkir húsameistarar og smiðir það vel að sér í norrænni kirkjubyggingarsögu, að þeir treysti sér til þess að gera slíkri stælingu skammlaus skil? Ég er hræddur um að þeir mundu líka hugsa sig um tvisvar. í fimmta lagi eru það staðarhúsin. Þau yrðu að sjálfsögðu að fylgja kirkjunni að stíl. Ef svo væri ekki, væri sjálfum grund- velli þessarar stælingarhugmyndar kippt burt. En hvernig ætti að fara að því að byggja ný staðarhús „frá dögum Brynjúlfs"? Þar eigum við svo litlar heimildir, að við ekkert fast er að styðj- ast. En setjum þó svo, að það væri allt með felldu. Mundu þá ekki nútíma þægindi, rafmagn, útvarp, vatnssalerni, stórir glugg- ar, miðstöðvarkerfi, eldhús og aðrar aðstæður til nútíma um- gengnishátta og verktækni, stangast dálítið broslega á við slík- an byggingarstíl? Eða mundi nokkur klerkur eða bóndi una lífs- þægindum 17. aldar? Ég er hræddur um að þeir mundu líka velta nokkuð vöngum. Þannig mætti halda áfram að telja. Þó virðast mér þetta næsta smámunir hjá hugmyndinni í heild. Hvað er það raunverulega, sem um er að ræða? Er ekki rétt skilið hjá mér, að með „endurreisn" Skálholts sé samtíð okkar að gjalda þessum þjóðsögulega merkisstað virðingu sína og afmá þau merki eymdar og hirðuleysis, sem nú blasa við sjónum? Sé svo, þarf ekki að fara neinar krókaleiðir að þeim framkvæmdum. Þessi öld á að mæla á sínu eigin máli, koma fram eins og henni er eiginlegt, en ekki skjótast undir pilsfald brynjúlfsaldar og reyna að láta hana tala fyrir sig dauða. Við eigum að nota þá verktækni, sem við kunnum bezta, þá list, sem við eigum fegursta og þann byggingarstíl, sem við getum mót- að hreinastan. Stæling og eftirherma er alltaf virðingarsnauð, notkun hennar, nema til gamans, er öruggasti vottur menning- arlegrar uppgjafar andspænis verkefni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.