Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 82

Helgafell - 01.10.1953, Blaðsíða 82
80 HELGAFELL Beinakerlingin á Arnarstapa Það er alveg furðuleg árátta, sem sumir eru haldnir gagnvart mikil- mennum. Þeir fussa við þeim lifandi og lepja um þá gróusögur, en flaðra upp um þá dauða, svo mælgin stenzt ekki við. Þá hrópa þeir Minnis- merki, Minnismerki, setja nefndir og ráð og samkundur, gefa meira að segja peninga. Síðan er valinn afmælisdagur, því afmælisgjöf skal það vera að góðum borgaralegum sið, og svo fá ailir að halda ræður. Þetta væri reyndar saklaus skemmtun og engum láandi, ef þeir hefðu ekki þann leiða sið, að skilja eftir hjá ræðupallinum andlega sjálfsmvnd sína, gerða í kopar eða stein. Nú verða þessi verksummerki auðvitað hreins- uð burt með tíð og tíma, en með'an þau standa er af þeim fegurðarljóður og ieiðindi. Eitt svona dansiball með ræðuhöldum var haldið í Skagafirði í sumar, og þótti nefndarmönnum þeir ekki mega hreykja sér neitt lægra en á sjálfan Arnarstapa. Svo fengu allir að halda ræður og lesa upp yrkingar sínar, meðan dagur entist, en konurnar fengu að baka pönnukökur og ungviðið' að selja merki. Veðrið var gott og þetta var eins ágæt samkunda og slíkar geta orðið. Svo voru fluttar burt flaggstengur, ræðupallur og allt hvað er, en bevísinn upp á innræti og smekk þeirra nefndarmanna situr þar enn eftir og er hreint engin smásmíð. Og upp á hvern var nú verið að kássast? Jú, það var hann Stephan G., — hvorki meira né minna. Eins og allir vita, hafa Skagfirð'ingar eitt fram yfir flesta aðra menn. Þeir eru svo framúrskarandi þjóðlegir. Meðan þeir í Reykjavík láta sér nægja að halda ræður út á koparkarla í sjakketi og dönskum skóm, nægir hinum ekkert minna en ramíslenzk beinakerling, reyndar smart og ný- móðins, en beinakerling allt að einu. Yrkingarnar vantaði ekki heldur, og hrossleggi er mér fortalið að þá Skagfirðinga hafi sjaldan skort. En með því nú að þessi beinakerling er svo mikil furðusmíð að konst og hugviti, svo ekki sé talað um þær margþættu og djúpstæðu meiningar, sem með kerlingu þessari búa, þykir ekki annað hlýða en gera mönnum þar á nokkur skil. Svo vel vill til, að hugvitsmaðurinn sjálfur, austfirzkur myndskeri úr Reykjavík, lét fylgja henni sundurliðaðar útskýringar, svo enginn færi að gi-ufla neitt af sjálfsdáðum út í leyndardóma kerlingar. Upphefst sú útlist- un á þeirri opinberun, að' „randir hennar séu hlaðnar úr stuðlabergsdröng- um, sem rísi upp af smærri stuðlum, og tákna hinir síðamefndu vitanlega hagyrðinga og smáskáld, sem stórskáldin rísa upp af“. Þá höfum við það sem sé á hreinu. Næst kemur svo aðdráttarromsa, í senn karlmannlega stórbrotin og landfræðilega heillandi, svo ekki sé meira sagt.: „Hliðar vörðj unnar eru úr heima (svo) svorfnu blágrýti úr Naustavík í Hegranesi. I miðja hliðarfletina eru hlaðin allstór hellubjörg úr fjallskriðum á Reykja- strönd. Mislita smágrýtið' er úr árgili við Fagranes á Reykjaströnd, og loks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.