Helgafell - 01.10.1953, Page 83

Helgafell - 01.10.1953, Page 83
BRÉF FRÁ LESENDUM 81 eru þrír sólarópalar úr Glerhallarvík. Stuðlabergið í vörðunni er úr sjávar- hömrum við Hofsós“. (Því skal skotið inn til glöggvunar, að hér er ekki um að ræða starfsíþróttamót í grjótburði, heldur hafa mennirnir lagt allt þetta á sig af einskærri elsku til ljóða Stephans G. Svona geta mannlegar tilfinningar verið margslungnar). Þetta var aðallega hugvitið, sem í kerlingu hefur verið borið, — nú er konstin eftir: „TJpphleyptu eirmvndirnar, sem boltaðar eru í hellurnar, eru þannig: Vatnsskarðsmegin er skáldið sem hjarðsveinn (smali), með kind sína og bók, hann ber hönd fyrir augu og horfir yfir Skagafjörð og Drangeyjarsund“. „Víðimýrarmegin er allstór hliðmvnd af skáldinu, ásamt nafni hans og ártölum, og gáir skáldið þar til fjalls. A þriðja fletinum, þeim sem snýr að Víð'imýrarseli, situr skáldið með langspil á hné sér“. Nú skyldi venjulegur dauðlegur maður halda að nóg væri að gert. Það er búið að snúa skáldinu í ílestar áttir þessarar jarðarkringlu, það er búið að láta það fá kind og bók og hund og langspil, það er búið að grafa á það ártöl og nöfn og vísur, það eru komnir kringum það „sólarópalar“, blágrýti, hellu- björg, stuðlaberg, brimsorfið grjót, mislitt grjót og allavega grjót. Það eru komnir stórir stöplar og litlir stöplar og eirmyndir og allt, sem mannlegt hugvit gæti fundið upp á að gera einu fátæku skáldi til heiðurs. En óekkí: Yfn- langspilið, sem skáldið hefur á hné sér, „hefur hann breitt skinnskekkil, þar á skrifar hann með fjöðurstaf hið alkunna kvæði: Þótt þú langförull legðir......“. Og ekki er enn nóg að allt sé þrennt, langspil og skinnskekkill og fjöðurstafur: „A þessari mynd örlar einnig á merki bóndans. Er það ljár og reka“. Skyldi nú áreiðanlega ekkert hafa gleymzt? Eg sé til dæmis hvergi dampskipið, sem hann fór með vestur um haf. En það mætti þá alltaf bæta einhverju svoleiðis við næsta sumar, ef einhverjum yrði mál að halda ræðu. Það er eðlilegt að menn hafi mismunandi tilfinningar gagnvart list. Finn getur skilið' skáldverk Stephans G. Stephanssonar sem stórbrotna og látlausa alvöru, annar sem mislitt pírumpár og sundurlausan sparðatíning, eins og þeir nefndarmenn og myndskerinn úr Reykjavík hafa gert. I til- kenningu eins standa að minningu Stephans G. feiknstafir mikilmennis, njá öðrum hvikul smáskrípi, sem hræra má saman í graut og klístra síðan utan í leiðinlega grjóthrúgu. TJm slíkan skilningsmun listar verður auðvitað ekki sakazt. Það raskar heldur ekki minningu Stephans G. um hársbreidd. Til þess er hann allt of stor. En þetta er hins vegar sorglegt dæmi um átroðslu mærðarfullra karla a alfaraleið, og svo um það, hvað mikil skáld hafa lifað ófyrirsynju fyrir siima rnenn. Svo heyrist því fleygt, að hreppsnefndin í Akrahreppi ætli að færa Bclu-Hjálmari svipaða lotning austan vatna. Þeir aðilar hélt ég þó að vteru endanlega skildir að skiptum. B. Th,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.