Helgafell - 01.10.1953, Side 91
ÁFORNUM VEGI
89
hlutverk Violettu sé ekki lengur með-
al þeirra, sem bezt mundu láta hinni
glæsilegu sænsku söngkonu, gerði hún
því þó ágæt skil í söng og leik og hreif
samstarfsfólk sitt með sér, þegar henni
tókst upp, bæði söngfólk, hljórrsveit
°g stjórnanda. Einar Kristjánsson og
Guðmundur Jónsson skiluðu sínum
hlutverkum vel, svo sem vænta mátti,
en naumlega héldu þeir sínu-m hlut á
móti hirðsöngkonunni, og hvorugur óx
af frammistöðu sinni í þessari óperu.
Yfirleitt var drungi og slen yfir sýn-
mgunni, eins og þátttakendur hefðu
hugboð um að hægt hefði verið að
Verja betur þeim fjármunum, fyrirhöfn
°g tíma, sem í þetta fór. Hljómsveitar-
stjorinn, dr. Urbancic, sem ásamt
þjóðleikhússstjóra er ábyrgur fyrir því
ínenningarlega undanhaldi, sem val
þessarar óperu ber vitni um, virtist
ekki megnugur þess að sannfæra sjálf-
an sig né aðra um hið gagnstæða.
..Rígólettó" var prófsteinninn á það,
nð unnt er að sýna óperu hér á landi,
°S var þannig stórviðburður í íslenzku
hstalífi á sinni tíð. Eftir það verða
°perusýningar Þjóðleikhússins ekki
daemdar eingöngu sem einangruð fyr-
hbrigði, heldur á að rr.ega gera til
þeirra þær kröfur, að hver þeirra marki
nýjan áfanga í landnámi nýrrar list-
Sreinar á Islandi. ,,La traviata“ hefði
yel getað sómt sér sem ,,prófverkefni“
að verða hversdagsleg og dálítið ólyst-
US> eins og upphitaður sunnudags-
^atur á mánudagskvöldi. Það varð
hún líka.
Bctch-kynning í útvarpinu
Ríkisútvarpið hefur tvímælalaust
aÚ sinn veigéumikla þátt í þeirri vakn-
ingu í tónlistarlífinu, sem orðið hefur
á síðustu tveimur áratugum, bæði með
því að flytja hlustendum uj.m land allt
ýmsa hina veigamestu tónleika, sem
haldnir hafa verið í Reykjavík fyrir
forgöngu annarra aðila, og með sjálf-
stæðri tónlistarstarfsemi sinni. Tug-
þúsundir Islendinga hafa haft fyrstu
eða jafnvel einu kynni sín af góðri
tónlist gegn um útvarpið, og enda þótt
hún hafi ekki alls staðar fengið þann
hljómgrunn sem skyldi, hafa þó þús-
undir manna fundið í útvarpstónlist-
inni menningar- og yndisauka, sem
þeir mundu nú fyrir engan mun vilja
án vera, og það eins þótt tónlist í út-
varpi eigi ekki að koma og geti aldrei
komið í stað ,,lifandi“ tónlistarflutn-
ings.
Utvarpið er hið áhrifaimesta tæki til
tónlistaruppeldis, sem til er. Því hefur
ef til vill ekki verið beitt eins mark-
visst og skipulega og æskilegt hefði
cr.átt telja, og hafa þó ýmsar lofsverðar
tilraunir verið gerðar í þá átt. Tónlist-
arfræðsluþættir Emils Thoroddsen
voru á sínum tírra merkilegir og til
mikils gagns, og meðal margra ann-
arra, sem lagt hafa hönd á plóginn,
má nefna dr. Pál Isólfsson, sem hefur
náð eyrum fleiri hlustenda en nokkur
annar tónlistarmaður, Hallgrím Helga-
son, Jón Þórarinsson og Róbert A.
Ottósson. Engum þessara ágætu
manna er þó misboðið, þó að sagt sé,
að þættir Árna Kristjánssonar píanó-
leikara s. 1. vor um J. S. Bach hafi
tekið fram flestu eða öllu, sem útvarp-
ið hefur áður flutt af þessu tagi.
Þættir Árna byggðust á ævisögu
Bachs eftir Johann Nicolaus Forkel,
sem Árni þýddi og endursagði, og
voru í Scimbandi við þættina fluttir
tónleikar með verkum tónskáldsins.