Helgafell - 01.10.1953, Page 97
Á FÖRNUM VEGI
95
sóttir, og er vandséÖ, hvað valdið hef-
ur.
Þorunn Jóhannsdóttir er aðeins 15
ara gömul en hefur þó ucn margra ára
skeið komið fram opinberlega sem pí-
anóleikari. Hún er enn harla óþrosk-
uð, enda þótt hún sýni glitrandi til-
Þrif- Stendur hún nú á þeim tímamót-
um að vera orðin fulltíða listamaður
en ekki ,,undrabarn“, og er það al-
kunna, hversu erfiður sá tími er öllum
þeim, sem hlotið hafa afburðahæfi-
leika í vöggugjöf. Meðferð hennar á 2.
Pianókonsert Beethovens lýsir réttum
skilningi, en túlkunin er of óljós og
utanaðlærð til þess að hægt sé að spá
henni öruggri framtíð. Jóhann
Tryggvason sýndi góðan skilning og
sæmileg tök á viðfangsefnunum (Pró-
meþeifsforleiknum og g<noll sinfóníu
Mozarts). Hann stjórnaði blaðalaust,
sem lýsir frábæru minni en sannar út
af fyrir sig ekki hæfileika hans sem
stjórnanda. Sýndi hann á köflum ágæt
tilþrif, og virðist einstætt, að hann get-
ur náð góðum árangri sem hljómsveit-
arstjóri, ef honum gefast hentug og
þroskandi tækifæri. Það bar til ný-
lundu um þennan konsert, að hann var
að öllu leyti kostaður af Ríkisútvarp-
í