Helgafell - 01.10.1953, Page 99
ÁFÖRNUM VEGI
97
um stað stutt hlutverk raddar, sem láð-
ist að ,,falla inn“.)
Á tónleikunum í kvikmyndahúsinu
bar ískyggilega mikið á því, að áheyr-
endur létu einnig til sín heyra, og var
það býsna ófagur söngur. 1 Þjóðleik-
húsinu gætti þess ekki, enda voru hin-
lr venjulegu hljómleikagestir þar í al-
gerum meirihluta.
Gúmmímálningin flæðir
yfir landiS
Það hefur margt óáranið flætt yfir
betta blessaða land og er varla á bæt-
andi: Kagþykk og glóandi hraunleðja
Ur g^gum, viðsjálar pestir í sauðkind-
Uln, óheilsa í mannfólkinu og gútempl-
nrafaraldur, svo það leiðasta sé nefnt.
Það eru því ill tíðindi og óhugnanleg,
se,rn' mæta borgarþreyttum manni á
leið út úr Reykjavík, í faðm ilmandi
iyngs og blárra fjalla: uppmálaður
búsgafl með feiknarlegu bílæti af hvít-
fossi og þessi ógnartíðindi í risa-
etri: Gúmmálningin flœÖir yfir land-
íð.
Það er ekki gott að segja, hvort þetta
Se heldur úthugsuð kveðja einhvers
hugkvæms mannhatara, léleg fyndni
eða auglýsing ósiðmenntaðs manns,
sem er sjálfur svo djúpt sokkinn niður
í límkennda kvoðu sinnar eigin fram-
leiðslu, að hann hefur tapað síðustu
virðingunni fyrir almennri smekkvísi.
Að minnsta kosti þarf eitthvað annað
en venjulegan heila til að geta komið
saman á einn húsvegg mynd af ís-
lenzkum fossi (eða kannski það eigi að
vera gúmmífoss) og þeirri stórkostlegu
staðhæfingu, að einhver límkennd
málningarkvoða flæði yfir landið.
Þegar menn ganga berstrípaðir á
götu eða viðhafa dónalegt athæfi, eru
þeir umsvifalaust teknir fastir. Geri
menn það sama upp um húsveggi í
gróðaskyni og neyði dónaskap sínum
upp á vegfarendur, ná yfir það engin
lög, — nema þau ein, sem enn bærast
hjá flestum mönnum hérlendis, guði sé
lof, að meðul til að ná peningum eigi
einnig sín takmörk almennrar smekk-
vísi.
Listaverkabók GerSar
Bók þessi er mjög snotur kynning
á verkum Gerðar Helgadóttur, og hef-
ur þar lagzt á eitt ágætar ljósmyndir
(m. a. eftir Hjálmar R. Bárðarson og
Guðna Þórðarson) og prentun, sem yf-
irleitt er vel af hendi leyst (Litho-
prent). Æskilegt hefði að sjálfsögðu
verið, að mjmdir væm af fleiru en
einni hlið sama verks, en slíkt hefði
þá gert bókina dýrari og hugmyndin
með útgáfu hennar misst marks. Það
eru einmitt slíkar bækur, sem við þurf-
um til kynningar hinna yngri lista-
manna okkar, og gerir ekkert til, þótt
myndfjöldi sé takmarkaður. Standizt
listamaðurinn, gefst síðar meir tæki-