Helgafell - 01.10.1953, Page 101
ÁFÖRNUM VEGI
99
birtir smásög'u cr.eð yfirskriftinni:
.■Skyggnst inn í launkofa hjónabands.
Ekki er allt sem sýnist. Smásaga eftir
André Maurois.“ Ritstjóra rits'ns ugg-
lr eflaust að lesendur þess þekki ekki
bl André Maurois, og setur því eftir-
farandi kynningu á höfundi þessum
með feitletursgrein í ramma :
,,Ekki mun vera þörf á að kynna
höfund þessarar smásögu mikið
fyrir lesendum. — Þeir sem les-
ið hafa sögurnar ,,Rebekka“ og
,,Jamaica kráin“ eftir André
Maurois, vita, að hann er einn
mesti snillingur franskra bók-
mennta.“
Það verður aldrei ofmælt, að við ís-
lendingar erum sannarlega mikil bók-
tnenntaþjóð.
„Ég einn"
Lesenduim þessa rits mun enn í
fersku minni blaðaviðtöl, yfirlýsingar,
leiðréttingar og ofsafengnar árásar-
greinar um tónlistarmál Þjóðleikhúss-
ins, er birtust í ýmsum bæjarblöðum.
Var þar víðast mjög einhliða túlkaður
málstaður þjóðleikhússtjóra og ráðu-
nauts hans, dr. Urbancics. Gengu
þessi leiðindi svo langt, að þjóðleik-
hússtjóri átti sérstakt blaðaviðtal að
því tilefni, að hann endursendi öðrum
ritstjóra þessa tímarits bók. Var þetta
þá hans met í yfirlætisfullri auglýs-
ingastarfsemi fyrir sinni persónu, ef til-
burðir slíkir sem þessi eru þá ekki ein-
kenni sjúklegrar mikilmennsku.
Við öllum þessum blaðaskrifum birt-
ust svo eftir dúk og disk svör frá að-