Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 21

Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 21
16/16 DómsmáL sérstaks saksóknara og yfirvalda í Lúxemborg. Mest áhersla var lögð á að fá eignir Skúla Þorvaldssonar og félaga sem hann var skráður fyrir kyrrsettar þar sem sérstakur sak- sóknari taldi að í félögunum væri að finna milljarða króna ágóða af gerningum sem mögulega vörðuðu við lög. Sam- hliða var ráðist í rannsókn á því hvort Skúli hefði verið raun- verulegur eigandi umræddra félaga eða hvort hann hefði verið að „leppa“ þau fyrir helstu stjórnendur Kaupþings. Uppi var sem sagt raunverulegur grunur um að stjórnendur Kaupþings hefðu falið marga milljarða króna sem runnið hefðu út úr Kaupþingi sama dag og bankinn fékk neyðarlán frá Seðlabanka Íslands í þessum félögum Skúla. Verið var að leita að ágóðanum af Lindsor-láninu. ákært í öðrum málum Síðan þessar aðgerðir áttu sér stað eru liðin rúm þrjú ár og Lindsor-málið er enn í rannsókn. Sérstakur saksóknari hefur á þeim tíma ákært helstu stjórnendur Kaupþings, og ýmsa aðra, í þremur stórum málum og héraðsdómur þegar dæmt þá Hreiðar Má, Magnús, Sigurð Einarsson og Ólaf Ólafsson í þunga fangelsisdóma í Al-Thani málinu svo kallaða. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað til Hæstaréttar, sem mun taka hana fyrir í lok þessa árs. Ekkert bólar hins vegar á niðurstöðu í Lindsor-málinu. Samkvæmt heimildum Kjarnans er ástæðan sú að um- fangsmikil sakamálarannsókn vegna Lindsor-málsins hafi verið í gangi hjá lúxemborgskum yfirvöldum árum saman. Sú rannsókn er langt komin. Heimildarmaður Kjarnans sagði orðrétt að „það styttist í lokaákvörðun í þessu“. Búist er við að hún muni liggja fyrir á allra næstu mánuðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.