Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 38

Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 38
29/29 nýsköpun viðskiptasaga skráð Eitt af því sem markaðstorgin í deilihagkerfinu eiga sameigin legt er að viðskiptasaga allra aðila er skráð. Hvers kyns ósæmilega hegðun má skrásetja í umsögnum með til- heyrandi refsistigum. Slíkt dregur úr möguleikum þess sem hlýtur umsögn á að eiga í frekari viðskiptum. Einstaklingur með þúsund jákvæðar umsagnir á uppboðsvefnum eBay vill ekki sverta orðspor sitt og keppist við að halda þeim prófíl til að auka líkur á því að næsti kaupandi láti slag standa. Þegar óforskammaður leigjandi á Airbnb skilaði íbúð í rúst um mitt árið 2011 bar á mikilli neikvæðri umfjöllun. Þjónustan brást fljótt við og kynnti strax víðtækar innbús- tryggingar fyrir alla að kostnaðarlausu. Svo virðist sem eignaspjöll séu svo fá að Airbnb geti tekið fjárhagslegu óþægindin sem þeim fylgja á sig. Þrátt fyrir slíkar tryggingar liggur í augum uppi að ætli leigjandi að hafa greiðan aðgang að markaðstorginu aftur er betra að safna sér plúsum en mínusum. Tilraunin sem byrjaði fyrir sex árum heppnaðist. nýtum auðlindir jarðar betur Deiliþjónustur eiga margar hverjar undir högg að sækja vegna úrelts regluverks og óskýrrar lagasetningar. Dæmin um hörð viðbrögð leigubílstjóra við Uber eru mörg og til undantekninga er að snjallsímalausnin ryðji sér til rúms í borgum án nokkurra mótmæla eða þvælings í stjórnsýslu. Í tilfelli orlofshúsaþjónustunnar Airbnb hafa þau mál verið til skoðunar hjá Ríkisskattstjóra hér á landi síðan sumarið 2013. Fæstir afla sér tilskilinna gistileyfa til að breyta unglinga- herbergi í ferðamannagistingu tvær til þrjár vikur á ári. Það er hins vegar siðferðisleg skylda okkar að fagna öllum þeim framförum sem stuðla að betri nýtingu auðlinda jarðar. Með skýrri kröfu til skjótrar en skynsamlegrar aðlögunar reglu- verksins má bæta hag okkar allra til lengri tíma. Það þarf ekki að deila um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.