Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 55

Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 55
03/06 áLit um ókomna tíð. Ástæðan er sú að það er óumdeilanlegt að fari maðurinn aldrei af jörðinni kemur hann til með að deyja þar út einhvern tímann. Musk hefur sagt að hann hafi frekar reiknað með því að SpaceX færi á hausinn og hann væri að henda þessum peningum á bálið. Einn af vinum hans setti saman myndband af eldflaugum að springa í loft upp til þess að reyna að fá hann ofan af hugmyndinni en Musk sagði að ef eitthvað væri nógu mikilvægt ætti maður að reyna það þó að líkurnar væru minni en meiri á því að það gengi upp. Fyrsta geimflaugin sprakk, næstu tvær náðu ekki út í geim og peningarnir voru nánast búnir. Hann náði að skrapa saman í fjórðu tilraunina en ef hún hefði ekki tekist hefði fyrirtækið farið á hausinn. einstakur árangur Síðan þá á SpaceX að baki 14 heppnuð geimskot og 38 til viðbótar hafa þegar verið pöntuð, meðal annars af NASA, en SpaceX sér núna um flutning á búnaði til og frá alþjóðlegu geimstöðinni fyrir stofnunina. SpaceX var fjórði aðilinn í heiminum til að skjóta geimfari á braut um jörðu og ná að endurheimta það aftur. Hinir þrír voru Bandaríkin, Rússland og Kína. Kostnaðurinn við geimskot fyrirtækisins er aðeins brot af því sem áður tíðkaðist í geiranum. Fyrirtækið hefur einnig stigið stór skref í áttina að því að gera geimflaugar sínar að fullu endurnýtanlegar. Kostnaðurinn við eldsneytið er einungis 0,5% af kostnaði við geimskot og því verður algjör bylting þegar sá árangur næst. Dyrnar til Mars opnast upp á gátt. Musk telur að þetta verði eftir 10-12 ár. Sjálfur ætlar hann að deyja á Mars, bara ekki við komuna. MuSk hEfur Ekki Látið nEitt Stöðva Sig Q Árið 2008, í miðju hruninu, voru bæði Tesla og SpaceX við það að fara á hausinn. Q Elon Musk tók allan varasjóðinn sem átti að sjá honum og börnunum hans fimm far- borða og setti í fyrirtækin. Hann var orðinn skuldugur og þurfti að fá lánað hjá vinum fyrir leigu. Q Nýlega gaf Tesla Motors öll einkaleyfin sín. Q Musk er forstjóri og allt í öllu bæði hjá SpaceX og Tesla. Q Hann vann á tímabili 120+ klst. á viku en vinnur núna aðeins 80-100 klst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.