Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 69

Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 69
06/11 íþróttir Tekjur vegna sölu leikmanna eru ein af þremur tekju- lindum akademíunnar (hinar tvær eru auglýsingatekjur og leiga á aðstöðu hennar). Þess vegna eru knattspyrnuhæfileikar drengjanna mikilvægastir. Diambars hefur aldrei tekið inn nemanda einvörðungu til að bjarga honum frá fátækt. Saër Seck var sjálfur efnilegur leikmaður á yngri árum áður en meiðsl skemmdu fyrir. Hann á líka tvo syni sem eru góðir knattspyrnu- menn og hafa komist inn í akademíuna, en fáir gagnrýna það. „Elsti sonur minn stóð sig ekki nógu vel í úrtakinu og fékk þar af leiðandi ekki pláss hjá Diambars,“ segir Seck. sjálfbært verkefni Það er föstudagur. Hann hefur ferðast frá Dakar með einka- bílstjóra og er klæddur í sín ljósbláu boubou, hefðbundinn fatnað múslima sem karlar nota meðal annars þegar þeir fara í mosku. Hann hallar sér fram í svörtum leðurstól á skrifstofunni sinni og segir með mikilli nákvæmni frá akademíunni samhliða því að farsíminn hans hringir stanlaust og hann borðar morgunmatinn sinn; en pain au chocolat. Það eru tvö ár síðan hann og hinir þrír stofnendurnir hætta að setja eigið fé í verkefnið. Nú er það sjálfbært. Allir pen- ingar sem koma inn notast enda til að reka akademíuna. „Þetta er sjálfboðavinna og fjárfesting í hinu manneskjulega,“ segir Seck. Markmið Diambars er að nemendurnir fari þaðan sem þroskaðir og sjálfstæðir einstaklingar. Þeir sem standa að akademíunni vita að 80 prósent þeirra drengja sem koma þangað munu aldrei verða atvinnumenn í knattspyrnu. Þess vegna skiptir skólagangan enn meira máli. Um 70 prósent nemendanna ljúka framhaldsskólagráðu. Akademían greiðir einnig fyrir háskólavist þeirra nemenda sem hafa metnað fyrir því að sækja sér slíka. „Draumur Saër Seck er að í fram- tíðinni verði senegalskir ráðherrar úr röðum útskriftarnema frá Diambars,“ segir Ousmane Niane, enskukennarinn sem hefur verið hluti af Diambars frá upphafi. „Í Senegal spila allir knattspyrnu, alls staðar. Á alls kyns undirlagi. Án eða í skóm. Með eða án bolta með lofti í.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.