Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 6

Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 6
04/05 Leiðari upphafi árs 2012 lýstu sex dómarar af tólf við réttinn sig van- hæfa til að dæma í málinu vegna kunningsskapar við Baldur. Þetta þótti óvenjulegt en var þó ekki einsdæmi samkvæmt skrifstofu stjóra réttarins. Á Alþingi verða þessir hagsmunaárekstrar oft sýnilegir. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar þingsins, er til að mynda einn helsti baráttumaður þingheima fyrir hvalveiðum. Sonur Jóns á fyrirtæki sem veiðir hvali og selur kjöt þeirra. Lekamálið svokallaða sýnir síðan betur en nokkuð annað vangetu okkur til að taka fagmannlega á málum. Þar rann- sakar undirstofnun innanríkisráðherra yfirmann sinn og pólitíska aðstoðarmenn hans og á að taka ákvörðun um hvort ákæra eigi einhvern í málinu. Á meðan situr ráðherrann sem fastast sem æðsti yfirmaður löggæslu í landinu. Nýr leikvöllur Heimurinn er ekki lengur leikvöllur íslenskra athafnaskálda líkt og hann var í skamman tíma fyrr á þessari öld. Nú er leikvöllur þeirra Ísland varið höftum. Í stað þess að vinna sigra á stórum fyrirtækjum á heimsmarkaði með þýskt lánsfé úr bönkunum vinna þeir nú stóra sigra á íslenskum almenn- ingi með því fé sem þeir komust undan með. Það flytja þeir í bílförmum aftur inn fyrir höft með afsláttar leið Seðlabankans og kaupa hlutabréf, skuldabréf, fasteignir og annað tilfallandi á spottprís. Oft eru þessar eignir keyptar af sjóðum sjóðsstýringarfyrirtækja og raun- verulegu eigendurnir faldir frá sjónum almennings, enda upplýsingar um hlutdeildarskírteinishafa ekki opinberar. Stórar ákvarðanir teknar af litlum hópi Enn gilda sömu reglur og forsetinn lofaði í Danmörku um árið. Stuttar boðleiðir og trúnaður á milli manna skilar bestum árangri. Það er sérstaklega hættulegt í samfélagi þar sem höft hafa hindrað öll eðlilegheit í á sjötta ár. Þeir sem hafa upplýsingar um það sem máli skiptir eru í lykilaðstöðu til að hagnast mjög. Þeir sem hafa þær ekki tapa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.