Kjarninn - 26.06.2014, Side 6

Kjarninn - 26.06.2014, Side 6
04/05 Leiðari upphafi árs 2012 lýstu sex dómarar af tólf við réttinn sig van- hæfa til að dæma í málinu vegna kunningsskapar við Baldur. Þetta þótti óvenjulegt en var þó ekki einsdæmi samkvæmt skrifstofu stjóra réttarins. Á Alþingi verða þessir hagsmunaárekstrar oft sýnilegir. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar þingsins, er til að mynda einn helsti baráttumaður þingheima fyrir hvalveiðum. Sonur Jóns á fyrirtæki sem veiðir hvali og selur kjöt þeirra. Lekamálið svokallaða sýnir síðan betur en nokkuð annað vangetu okkur til að taka fagmannlega á málum. Þar rann- sakar undirstofnun innanríkisráðherra yfirmann sinn og pólitíska aðstoðarmenn hans og á að taka ákvörðun um hvort ákæra eigi einhvern í málinu. Á meðan situr ráðherrann sem fastast sem æðsti yfirmaður löggæslu í landinu. Nýr leikvöllur Heimurinn er ekki lengur leikvöllur íslenskra athafnaskálda líkt og hann var í skamman tíma fyrr á þessari öld. Nú er leikvöllur þeirra Ísland varið höftum. Í stað þess að vinna sigra á stórum fyrirtækjum á heimsmarkaði með þýskt lánsfé úr bönkunum vinna þeir nú stóra sigra á íslenskum almenn- ingi með því fé sem þeir komust undan með. Það flytja þeir í bílförmum aftur inn fyrir höft með afsláttar leið Seðlabankans og kaupa hlutabréf, skuldabréf, fasteignir og annað tilfallandi á spottprís. Oft eru þessar eignir keyptar af sjóðum sjóðsstýringarfyrirtækja og raun- verulegu eigendurnir faldir frá sjónum almennings, enda upplýsingar um hlutdeildarskírteinishafa ekki opinberar. Stórar ákvarðanir teknar af litlum hópi Enn gilda sömu reglur og forsetinn lofaði í Danmörku um árið. Stuttar boðleiðir og trúnaður á milli manna skilar bestum árangri. Það er sérstaklega hættulegt í samfélagi þar sem höft hafa hindrað öll eðlilegheit í á sjötta ár. Þeir sem hafa upplýsingar um það sem máli skiptir eru í lykilaðstöðu til að hagnast mjög. Þeir sem hafa þær ekki tapa.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.