Kjarninn - 26.06.2014, Síða 60

Kjarninn - 26.06.2014, Síða 60
02/04 pistiLL Til viðbótar hefur ekkert lið sigrað Brasilíu á heimavelli í næstum tólf ár, en liðið tapaði síðast heima í vináttuleik við Paragvæ í ágúst 2002. Þá var liðið reyndar nýbúið að sigra á HM í Japan og var kannski ekki sérstaklega upptekið af stórsigri, en Brasilía hefur ekki tapað leik á stórmóti eða í undankeppni á heimavelli síðan það beið lægri hlut gegn Perú í undan úrslitum Copa América árið 1975. En hver ætli sé eiginlega skýringin á þessum heimavallar- áhrifum á heimsmeistaramótinu? Ein gæti verið sú að lönd með sterka fótboltahefð og góð landslið veljist einfaldlega frekar til að halda mótið. Það er þó auðvelt að afsanna þá kenningu með einfaldri töl- fræðiæfingu. Hagfræðingarnir Chris Ander- son og David Sally prófuðu til dæmis að raða löndum upp eftir getu miðað við Elo-stig þeirra við upphaf hverrar keppni frá 1930 og komust að því að í öllum tilvikum gekk heimaþjóðinni betur á mótinu en geta þeirra hefði spáð fyrir um. Greinendur Goldman Sachs staðfestu nýlega þessa niðurstöðu Anderson og Sally með nokkuð fáguðu tölfræðilíkani, en samkvæmt því getur heimaþjóðin á HM að jafnaði búist við því að skora 0,4 fleiri mörk í leik en samsvarandi lið eftir að leiðrétt hefur verið fyrir getu, nýlegri frammistöðu og fleiri þáttum. Getumunur einn og sér getur því ekki útskýrt þetta góða gengi liða á heimavelli. Önnur kenning er sú að löng ferðalög hafi slæm áhrif á frammistöðu mótherjanna; þau lið sem eigi lengsta leið fyrir höndum til þess að komast á mótið séu þreytt og illa upplögð og því eigi heimaþjóðin hægara um vik að valta yfir þau á knattspyrnuvellinum. Nate Silver, einn þekktasti töl fræðingur heims, komst að því að frá 1952 hefur liðum sem þurfa að ferðast um langan veg milli austurs og vesturs (þ.e. þvert á tímabelti) vissulega gengið marktækt verr en hinum, en ferðalög milli norðurs og suðurs skipti minna máli – sögulega sé það því fyrst og fremst flugþreyta (e. jet lag) vegna tímamismunar sem geti haft áhrif á gengi liðanna. „Getumunur einn og sér getur því ekki útskýrt þetta góða gengi liða á heimavelli.“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.