Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 60

Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 60
02/04 pistiLL Til viðbótar hefur ekkert lið sigrað Brasilíu á heimavelli í næstum tólf ár, en liðið tapaði síðast heima í vináttuleik við Paragvæ í ágúst 2002. Þá var liðið reyndar nýbúið að sigra á HM í Japan og var kannski ekki sérstaklega upptekið af stórsigri, en Brasilía hefur ekki tapað leik á stórmóti eða í undankeppni á heimavelli síðan það beið lægri hlut gegn Perú í undan úrslitum Copa América árið 1975. En hver ætli sé eiginlega skýringin á þessum heimavallar- áhrifum á heimsmeistaramótinu? Ein gæti verið sú að lönd með sterka fótboltahefð og góð landslið veljist einfaldlega frekar til að halda mótið. Það er þó auðvelt að afsanna þá kenningu með einfaldri töl- fræðiæfingu. Hagfræðingarnir Chris Ander- son og David Sally prófuðu til dæmis að raða löndum upp eftir getu miðað við Elo-stig þeirra við upphaf hverrar keppni frá 1930 og komust að því að í öllum tilvikum gekk heimaþjóðinni betur á mótinu en geta þeirra hefði spáð fyrir um. Greinendur Goldman Sachs staðfestu nýlega þessa niðurstöðu Anderson og Sally með nokkuð fáguðu tölfræðilíkani, en samkvæmt því getur heimaþjóðin á HM að jafnaði búist við því að skora 0,4 fleiri mörk í leik en samsvarandi lið eftir að leiðrétt hefur verið fyrir getu, nýlegri frammistöðu og fleiri þáttum. Getumunur einn og sér getur því ekki útskýrt þetta góða gengi liða á heimavelli. Önnur kenning er sú að löng ferðalög hafi slæm áhrif á frammistöðu mótherjanna; þau lið sem eigi lengsta leið fyrir höndum til þess að komast á mótið séu þreytt og illa upplögð og því eigi heimaþjóðin hægara um vik að valta yfir þau á knattspyrnuvellinum. Nate Silver, einn þekktasti töl fræðingur heims, komst að því að frá 1952 hefur liðum sem þurfa að ferðast um langan veg milli austurs og vesturs (þ.e. þvert á tímabelti) vissulega gengið marktækt verr en hinum, en ferðalög milli norðurs og suðurs skipti minna máli – sögulega sé það því fyrst og fremst flugþreyta (e. jet lag) vegna tímamismunar sem geti haft áhrif á gengi liðanna. „Getumunur einn og sér getur því ekki útskýrt þetta góða gengi liða á heimavelli.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.