Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 67

Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 67
04/11 íþróttir „Monsieur Diambars“. Ásamt fyrrverandi landsliðsmarkverði Frakka, Bernard Lama, og Jean-Marc Adjovi-Bocco, sem er stærsta knattspyrnustjarna í sögu Benín og var áður atvinnu- maður í Frakklandi og Skotlandi, skilja þessir fjórir menn nú djúp spor eftir sig í sögu Senegal. Þegar akademían hélt upp á tíu ára afmælið sitt í nóvember í fyrra heimsótti Macky Sall, forseti landsins, hina vel hirtu og áhrifamiklu heimahöfn hennar í borginni Saly, um 80 kílómetrum suðaustur af höfuðborginni Dakar. Frá því að Diambars var byggt hefur svæðið breyst úr því að líkjast eyðimörk með fjórum stórum byggingum yfir í vin sem líkist nú mun fremur sumardvalarstað. Sandundirlaginu hefur verið skipt út fyrir fimm gervigrasvelli og einn grasvöll, og trén í kring hafa vaxið nægilega mikið til að veita góðan skugga. Sall og ráðherrarnir sem voru með í för voru virkilega hrifnir af því sem þeir sáu og boðskapnum til drengjanna um að Diambars gæti hjálpað þeim að verða sigurvegarar, jafnt á knattspyrnuvellinum sem og í lífinu. nokkrar StaðrEyndir Í Senegal búa um 13 milljónir manna. Um helmingur þeirra sem eru eldri en 15 ára eru ólæsir. Samkvæmt Alþjóðabankanum og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum er Senegal eitt af 30 fátækustu ríkjum veraldar. 43 prósent landsmanna eru á aldrinum 0-14 ára og þeir sem eru eldri en 65 ára eru einungis þrjú prósent. UNESCO er samstarfsaðili Diambars og aðal- styrktaraðili akademíunnar er Adidas. Samkvæmt reglum FIFA um uppeldisbætur þurfa skandinavísk knattspyrnulið nú að greiða á bilinu 37 og 46,5 milljónir króna fyrir leikmann frá Diambars. Á tíu árum hafa tíu leikmenn frá Diambars orðið atvinnu- menn í knattspyrnu í Evrópu. Árið 2008 var útibú frá Diambars opnað í Suður-Afríku og draumur aðstandenda er að byggja enn fleiri akademíur víðs vegar um heiminn. Senegal er ekki á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Brasilíu en um 300 senegalskir leik- menn spila í þremur efstu deildum Frakklands og öflugustu leikmenn þjóðarinnar spila hjá stórliðum í Englandi, Spáni, Rússlandi, Tyrklandi, Austurríki og í Noregi. Fulltrúar Afríku á HM í sumar eru Fílabeinsströndin, Nígería, Kamerún, Alsír og Gana. Afrísk lið hafa lengst komist í fjórðungsúrslit á mótinu. Það hefur gerst þrisvar: Kamerún var slegið út af Englandi árið 1990, Senegal var slegið út af Tyrklandi árið 2002 og Gana af Úrúgvæ árið 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.