Kjarninn - 26.06.2014, Side 67

Kjarninn - 26.06.2014, Side 67
04/11 íþróttir „Monsieur Diambars“. Ásamt fyrrverandi landsliðsmarkverði Frakka, Bernard Lama, og Jean-Marc Adjovi-Bocco, sem er stærsta knattspyrnustjarna í sögu Benín og var áður atvinnu- maður í Frakklandi og Skotlandi, skilja þessir fjórir menn nú djúp spor eftir sig í sögu Senegal. Þegar akademían hélt upp á tíu ára afmælið sitt í nóvember í fyrra heimsótti Macky Sall, forseti landsins, hina vel hirtu og áhrifamiklu heimahöfn hennar í borginni Saly, um 80 kílómetrum suðaustur af höfuðborginni Dakar. Frá því að Diambars var byggt hefur svæðið breyst úr því að líkjast eyðimörk með fjórum stórum byggingum yfir í vin sem líkist nú mun fremur sumardvalarstað. Sandundirlaginu hefur verið skipt út fyrir fimm gervigrasvelli og einn grasvöll, og trén í kring hafa vaxið nægilega mikið til að veita góðan skugga. Sall og ráðherrarnir sem voru með í för voru virkilega hrifnir af því sem þeir sáu og boðskapnum til drengjanna um að Diambars gæti hjálpað þeim að verða sigurvegarar, jafnt á knattspyrnuvellinum sem og í lífinu. nokkrar StaðrEyndir Í Senegal búa um 13 milljónir manna. Um helmingur þeirra sem eru eldri en 15 ára eru ólæsir. Samkvæmt Alþjóðabankanum og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum er Senegal eitt af 30 fátækustu ríkjum veraldar. 43 prósent landsmanna eru á aldrinum 0-14 ára og þeir sem eru eldri en 65 ára eru einungis þrjú prósent. UNESCO er samstarfsaðili Diambars og aðal- styrktaraðili akademíunnar er Adidas. Samkvæmt reglum FIFA um uppeldisbætur þurfa skandinavísk knattspyrnulið nú að greiða á bilinu 37 og 46,5 milljónir króna fyrir leikmann frá Diambars. Á tíu árum hafa tíu leikmenn frá Diambars orðið atvinnu- menn í knattspyrnu í Evrópu. Árið 2008 var útibú frá Diambars opnað í Suður-Afríku og draumur aðstandenda er að byggja enn fleiri akademíur víðs vegar um heiminn. Senegal er ekki á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Brasilíu en um 300 senegalskir leik- menn spila í þremur efstu deildum Frakklands og öflugustu leikmenn þjóðarinnar spila hjá stórliðum í Englandi, Spáni, Rússlandi, Tyrklandi, Austurríki og í Noregi. Fulltrúar Afríku á HM í sumar eru Fílabeinsströndin, Nígería, Kamerún, Alsír og Gana. Afrísk lið hafa lengst komist í fjórðungsúrslit á mótinu. Það hefur gerst þrisvar: Kamerún var slegið út af Englandi árið 1990, Senegal var slegið út af Tyrklandi árið 2002 og Gana af Úrúgvæ árið 2010.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.