Kjarninn - 26.06.2014, Side 38

Kjarninn - 26.06.2014, Side 38
29/29 nýsköpun viðskiptasaga skráð Eitt af því sem markaðstorgin í deilihagkerfinu eiga sameigin legt er að viðskiptasaga allra aðila er skráð. Hvers kyns ósæmilega hegðun má skrásetja í umsögnum með til- heyrandi refsistigum. Slíkt dregur úr möguleikum þess sem hlýtur umsögn á að eiga í frekari viðskiptum. Einstaklingur með þúsund jákvæðar umsagnir á uppboðsvefnum eBay vill ekki sverta orðspor sitt og keppist við að halda þeim prófíl til að auka líkur á því að næsti kaupandi láti slag standa. Þegar óforskammaður leigjandi á Airbnb skilaði íbúð í rúst um mitt árið 2011 bar á mikilli neikvæðri umfjöllun. Þjónustan brást fljótt við og kynnti strax víðtækar innbús- tryggingar fyrir alla að kostnaðarlausu. Svo virðist sem eignaspjöll séu svo fá að Airbnb geti tekið fjárhagslegu óþægindin sem þeim fylgja á sig. Þrátt fyrir slíkar tryggingar liggur í augum uppi að ætli leigjandi að hafa greiðan aðgang að markaðstorginu aftur er betra að safna sér plúsum en mínusum. Tilraunin sem byrjaði fyrir sex árum heppnaðist. nýtum auðlindir jarðar betur Deiliþjónustur eiga margar hverjar undir högg að sækja vegna úrelts regluverks og óskýrrar lagasetningar. Dæmin um hörð viðbrögð leigubílstjóra við Uber eru mörg og til undantekninga er að snjallsímalausnin ryðji sér til rúms í borgum án nokkurra mótmæla eða þvælings í stjórnsýslu. Í tilfelli orlofshúsaþjónustunnar Airbnb hafa þau mál verið til skoðunar hjá Ríkisskattstjóra hér á landi síðan sumarið 2013. Fæstir afla sér tilskilinna gistileyfa til að breyta unglinga- herbergi í ferðamannagistingu tvær til þrjár vikur á ári. Það er hins vegar siðferðisleg skylda okkar að fagna öllum þeim framförum sem stuðla að betri nýtingu auðlinda jarðar. Með skýrri kröfu til skjótrar en skynsamlegrar aðlögunar reglu- verksins má bæta hag okkar allra til lengri tíma. Það þarf ekki að deila um.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.