Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 11

Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 11
04/09 nEytEnduR Þessi auknu umsvif hafa gert það að verkum að ÁTVR er smásölurisi á íslenska markaðnum í öllum samanburði. Rekstrartekjur stofnunarinnar voru 27,4 milljarðar króna í fyrra. Til að setja þetta í samhengi þá voru tekjur trygginga- félaganna Sjóvá og Tryggingamiðstöðvarinnar samanlagt um 28 milljarðar króna á árinu 2013, aðeins lítið eitt hærri en tekjur ÁTVR. Tekjur ÁTVR hafa vaxið mjög samhliða aukinni áfengis- neyslu þjóðarinnar (seldum áfengislítrum hjá ÁTVR hefur fjölgað úr 12,4 milljónum árið 1999 í 18,7 milljónir árið 2013). Rekstrartekjur ÁTVR voru í heild 11,8 milljarðar króna árið 1999 og þar af komu um sjö milljarðar króna til vegna áfengis sölu. Í fyrra skilaði áfengissalan 18,2 milljörðum króna. Hinir rúmu níu milljarðarnir sem skiluðu sér í kassann komu til vegna sölu tóbaks. peningarnir fara hvort sem er í ríkissjóð En hvað verður um allar þessar tekjur? Þorri þeirra rennur í ríkissjóð í formi áfengisgjalds, magngjalds tóbaks og virðisaukaskatts, enda álögur á áfengi á Íslandi þær hæstu í Evrópu að Noregi undanskildum. Af þeim 21,5 milljörðum króna sem rennur í ríkissjóð af brúttósölu ÁTVR er allt nema einn milljarður króna vegna þessara gjalda og myndi því skila sér í ríkissjóð óháð því hver söluaðili áfengis og tóbaks væri. Til viðbótar greiðir ÁTVR ríkissjóði arð upp á rúman milljarð króna vegna frammistöðu rekstrarins á árinu. Þrátt fyrir þessu miklu umsvif stofnunarinnar, og ÁTVR er skilgreind sem stofnun í lögum, þá er engin stjórn yfir fyrirtækinu. Slík stjórn hefur ekki verið til staðar í nokkur ár heldur heyrir stofnunin beint undir fjármálaráðherra. Yfirstjórn fyrirtækisins, sem samanstendur af Ívari J. Arndal forstjóra og framkvæmdastjórum, tekur þess í stað allar ákvarðanir tengdar rekstri ÁTVR. Fyrirtækið sker sig þannig úr í samanburði við önnur stór fyrirtæki í opinberri eigu, eins og til dæmis orkufyrirtæki, þar sem eigandinn kemur ekki að beinni stjórn þess. Það er nokkurs konar ríki í ríkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.