Kjarninn - 31.07.2014, Qupperneq 11

Kjarninn - 31.07.2014, Qupperneq 11
04/09 nEytEnduR Þessi auknu umsvif hafa gert það að verkum að ÁTVR er smásölurisi á íslenska markaðnum í öllum samanburði. Rekstrartekjur stofnunarinnar voru 27,4 milljarðar króna í fyrra. Til að setja þetta í samhengi þá voru tekjur trygginga- félaganna Sjóvá og Tryggingamiðstöðvarinnar samanlagt um 28 milljarðar króna á árinu 2013, aðeins lítið eitt hærri en tekjur ÁTVR. Tekjur ÁTVR hafa vaxið mjög samhliða aukinni áfengis- neyslu þjóðarinnar (seldum áfengislítrum hjá ÁTVR hefur fjölgað úr 12,4 milljónum árið 1999 í 18,7 milljónir árið 2013). Rekstrartekjur ÁTVR voru í heild 11,8 milljarðar króna árið 1999 og þar af komu um sjö milljarðar króna til vegna áfengis sölu. Í fyrra skilaði áfengissalan 18,2 milljörðum króna. Hinir rúmu níu milljarðarnir sem skiluðu sér í kassann komu til vegna sölu tóbaks. peningarnir fara hvort sem er í ríkissjóð En hvað verður um allar þessar tekjur? Þorri þeirra rennur í ríkissjóð í formi áfengisgjalds, magngjalds tóbaks og virðisaukaskatts, enda álögur á áfengi á Íslandi þær hæstu í Evrópu að Noregi undanskildum. Af þeim 21,5 milljörðum króna sem rennur í ríkissjóð af brúttósölu ÁTVR er allt nema einn milljarður króna vegna þessara gjalda og myndi því skila sér í ríkissjóð óháð því hver söluaðili áfengis og tóbaks væri. Til viðbótar greiðir ÁTVR ríkissjóði arð upp á rúman milljarð króna vegna frammistöðu rekstrarins á árinu. Þrátt fyrir þessu miklu umsvif stofnunarinnar, og ÁTVR er skilgreind sem stofnun í lögum, þá er engin stjórn yfir fyrirtækinu. Slík stjórn hefur ekki verið til staðar í nokkur ár heldur heyrir stofnunin beint undir fjármálaráðherra. Yfirstjórn fyrirtækisins, sem samanstendur af Ívari J. Arndal forstjóra og framkvæmdastjórum, tekur þess í stað allar ákvarðanir tengdar rekstri ÁTVR. Fyrirtækið sker sig þannig úr í samanburði við önnur stór fyrirtæki í opinberri eigu, eins og til dæmis orkufyrirtæki, þar sem eigandinn kemur ekki að beinni stjórn þess. Það er nokkurs konar ríki í ríkinu.

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.