Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 21

Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 21
02/06 alþjóðamál S taða Rússlands á alþjóðavettvangi virðist þrengjast með hverjum deginum. Þjóðarleiðtogar ræða viðskiptaþvinganir vegna aðgerða Rússa gagnvart Úkraínu, sá mikli efnahagslegi vöxtur sem drifið hefur ríkið áfram á undanförnum árum er í mikilli rérnum og alþjóðasamfélagið virðist vera að taka fast á viðskiptalegum aðförum rússneskra risafyrirtækja sem framkvæmdar eru í skjóli, og með velvilja, rússenskra stjórn- valda sem í flestum tilfellum eru stærstu eigendur þeirra. Það lá þegar fyrir, áður en átökin í Úkraínu brutust út, að hægjast myndi á hagvexti Rússlands, sem var 3,4 til 4,5 prósent á árunum 2010-2012, en var einungis 1,3 prósent í fyrra. Nú spá rússneskir ráðamenn því að hann verði líklega enginn á þessu ári. Og þá á eftir að taka tillit til mögulegra efnahagslegra þvingana og sektar- eða bótagreiðslna sem rússneska ríkið eða fyrirtæki í þess eigu gætu staðið frammi fyrir. Þar eru nefnilega alvöru fjárhæðir undir. Borgið 6.000 milljarða! Alþjóðadómstóllinn í Haag dæmdi á mánudag rússneska ríkið til að greiða hópi fyrrverandi hluthafa olíufyrirtækisins Yukos 51,6 milljarð dala, tæplega 6.000 milljarða íslenska króna. Það er tæplega helmingur þeirrar upphæðar sem GML, félag fyrrverandi hluthafanna, fór fram á. Alþjóða- gerðardómstóllinn hafði áður úrskurðað að Alþjóðadóm- stóllinn í Haag ætti lögsögu í málinu og að Rússlandi yrði því bundið af niðurstöðunni. Upphæðin nemur 2,5 prósent af landsframleiðslu Rússlands. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði strax að dómnum yrði áfrýjað. Það gæti hins vegar reynst flókið því skilyrði áfrýjunar eru afar þröng. Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2004 þegar Yukos, þá stærsta olíufélag Rússlands, var knúið í þrot vegna meintra skattaskulda. Í kjölfarið voru gríðarlegar eignir Yukos seldar á uppboðum og þorri þeirra endaði í eigu fyrir- tækisins Rosneft, sem er í meirihlutaeigu rússneska ríkisins, fyrir hrakvirði. alþjóðamál Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.