Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 15

Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 15
12/15 alÞJóðamál V iðræður aðildarríkja að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), Íslands, Noregs og Liechtenstein, við Evrópusambandið vegna greiðslna í Þróunarsjóð EFTA eru í hnút. Greiðslurnar eru stærsta fjárhagslega skuldbindingin sem ríkin greiða til Evrópusambandsins vegna samningsins og eru oft kallaðar aðgöngumiðinn að innri markaði Evrópu. Heimildir Kjarnans herma að fulltrúar Evrópusambandsins hafi farið fram á allt að þriðjungshækk- un á framlögum í sjóðinn. Hvorki íslensk né norsk stjórnvöld hafa viljað upplýsa hversu háar kröfurnar eru. Það hefur Evrópusambandið ekki heldur viljað. Ísland greiddi 4,9 milljarða króna í sjóðinn á árunum 2009–2014 og miðað við áætlaðar kröfur Evrópusambandsins ættu greiðslur okkar að hækka um rúmlega einn og hálfan milljarð króna á næstu fimm árum. EFTA-ríkin þrjú sem greiða í sjóðinn hafa hafnað þessum kröfum og sagt þær óraunhæfar. Ekkert þeirra er tilbúið að taka á sig hækkanir af þessari stærðargráðu. Samningurinn runninn út Samið er til fimm ára í senn um framlögin. Síðast náði samkomulagið yfir tímabilið frá 1. maí 2009 til 30. apríl 2014. Það samkomulag er því á enda runnið. Viðræðurnar um það samkomulag voru fjarri því að vera dans á rósum. Þær gengu raunar það erfiðlega að ekki samdist fyrr en tæpu ári eftir að fyrra samkomulag var útrunnið, eða á fyrri hluta árs 2010. Þá var samið um að framlög Íslands, Noregs og Liechtenstein myndu hækka um 33 prósent á milli tímabila en að tvö síðarnefndu ríkin myndu taka meirihluta hækkunarinnar á sínar herðar vegna þeirrar stöðu sem var uppi í íslensku efnahagslífi eftir bankahrunið haustið 2008. Heimildir Kjarnans herma að kröfur Evrópusambandsins um hækkun séu af sambærilegri stærðargráðu og um samdist síðast. alÞJóðamál Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer „Greiðslur Íslands á síðust fimm árum eru 70 prósentum hærri en greitt var í sjóðinn fimmtán árin þar áður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.