Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 52

Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 52
03/04 piStill óstjórntækan sem fer með forsætisráðuneytið, svo ekki sé minnst á upplausn samskipta dómsmálaráðherra, lögreglu og ákæruvalds. Á Íslandi varð hrunið að samfélagskrísu sem sér ekki fyrir endann á. En sá veruleiki hrunsins sem tómlætisbrynjan hindrar að sé ræddur öðruvísi en í hálfkæringi er hársbreiddin sem var frá því haustdagana 2008 að Ísland steyptist í gjaldþrot og endaði sögu sína sem sjálfstætt ríki. Það er of háskalegt og yfirþyrmandi að engu hafi munað að allt væri búið – til að hægt hafi verið að meta af skynsamlegu viti og yfirsýn. Enn sex árum síðar virðist enginn vilja sjá að orsakanna var að leita í veikleikum Íslands sem ríkis. Veikleikum sem rista dýpra en nokkur stjórnmála- flokkur, einstakar stofnanir eða einstak- lingar, veikleikum sem eru sameiginlegt vandamál okkar allra. Ræðum það í djúpri alvöru en ekki hálfkæringi. Sjálf get ég lýst óhugnaðinum sem það var það dimma haust 2008 að sitja á ráð- herrafundum, heyra samtöl og meðtaka ásakanir á hendur Íslandi um að vera „failed state“, þar með hættulegt öðrum og kennt um ófarir miklu fleiri en sjálfs sín. Ég hef oftar en ég hef nokkra tölu á heyrt og þurft að svara spurningum – ekki síst frá frændunum frægu á Norður- löndum – um það hvort Ísland yfirleitt eigi mannauð til að halda uppi Seðlabanka, Fjármálaeftirliti, ríkisstjórn og alvöru hagstjórn ríkis. Ísland bjargaði lífi sínu haustið 2008 naumlega en þarf nauðsynlega á því að halda að sýna bæði inn á við og út á við að það eigi nýjan leik. Það var undraverður árangur fyrri kynslóða að svo fámennt ríki yrði stofnaðili allra helstu alþjóðastofnana nútímans og tækist að byggja upp efnahagslegt sjálfstæði. Tómlætisbrynja fólksins nú er versta ógnin sem steðjar að Íslandi, hún afsiðar og breytir félagslífi í landinu í bardagavöll þar sem drullan er æðst en drengskapurinn lægstur. Það er hins vegar betra að orða „Húsasmíða- meistarar fara létt með að telja efnahags kreppuárin sem leiddu af hrun- inu og þau eru orðin fleiri en þekktust frá stríðslokum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.