Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 51

Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 51
02/04 piStill taugaáfallið, óvissan, óttinn, reiðin. Nú, sex árum síðar, finnst flestum mjög óskýrt hver útkoman er eftir öll átökin. Hið eina augljósa að biðin eftir næsta góðæri sé í algleymi – en hver vann? Fyrstu vikur og mánuði eftir bankahrunið vildu allir bretta upp ermar og gera gagn, leggja af mörkum til nýs og betri tíma en hugur særðist uns tómlætið gerðist hans brynja. Tómlætisbrynjan er mannleg viðbrögð við óbærilegu ástandi í stríði allra gegn öllum þar sem allt er leyfilegt. Forstjóri fjármálaeftirlits er dæmdur fyrir að leka bankaleyndargögnun um þingmann. Að- stoðarmaður ráðherra ákærður fyrir að leka gögnum um hælisleitenda. Heildarmyndin er himinhrópandi. Neðanjarðarbardagakerfi opnast upp í smáríkinu þar sem allt skyldi vera uppi á borðum. Það er barist úti um allt með öllum tiltækum óhreinum ráðum. Allir eru sárir og samfélagssárin verða djúp og langvarandi. Höfuðborgarsvæði og landsbyggð Húsasmíðameistarar fara létt með að telja efnhagskreppu- árin sem leiddu af hruninu og þau eru orðin fleiri en þekkst hefur frá stríðslokum nú þegar rofar til hjá þeim, meðal annars vegna hótelbygginga. Eitt og annað á Íslandi var í sama blóma og fyrr hvað sem hruni leið: Munurinn á höfuð borgarsvæði og landsbyggð var þannig sláandi. Eftir að fjármálakerfið hafði unnið sinn mikla skaða hélt raun- hagkerfið uppi atvinnu í landinu með ærnu erfiði og aðhaldi en fær ekki lof fyrir. Hvernig sköpum við meiri verðmæti, aukum framleiðni og tryggjum lífskjör? Raunhagkerfið þarf raunsanna stefnu um ábyrga hagstjórn og forgangsröðun. Í staðinn hrósum við okkur af náttúruöflum og þökkum fisk- gengd og eldgosum heppni okkar og ný auðsáhrif. Góðæri er ekki hagstjórnarhugtak heldur orð um veður. Tómlætisbrynjan skapar minnstu kjörsókn sögunnar hér á landi, umboðsþurrð við gerð kjarasamninga, ríkisstjórn með minnsta mælda traust, borgarstjórn sem lýsir þann „Eftir að fjármála- kerfið hafði unnið sinn mikla skaða hélt raun hagkerfið uppi atvinnu í landinu með ærnu erfiði og aðhaldi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.