Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 2
Skúli Hansen skulih@mbl.is „Mér finnst það vera grafalvarlegt og mikið áhyggjuefni ef sjávarútvegsráðherra sem ber ábyrgð á samningum um makrílinn ber ekki meira skynbragð á málið en það að hann telji að landanir Grænlands á makríl á Íslandi teng- ist ekki hagsmunum Íslands í makríldeilunni,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ, og vísar þar til orða Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, í Morgunblaðinu í gær þess efn- is að makríldeilan og hagsmunir tengdir henni hefðu ekki ráðið för varðandi þá ákvörðun ís- lenskra stjórnvalda að leyfa grænlenskum skipum að landa makríl hér á landi, heldur skuldbindingar landsins á grundvelli Al- þjóðahafréttarsáttmálans og í gegnum aðild Íslands að NEAFC. Í blaðinu í gær sagði Steingrímur að eftir að ís- lensk stjórnvöld hefðu farið yfir kröfur þeirra græn- lensku hefði það þótt mál- efnalegt að veita þeim til- skildar en mjög takmarkaðar undanþágu- heimildir til að landa úr rannsóknar- og leit- arveiðum ef það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir sóun á verð- mætum. Spurður út í þessi ummæli Stein- gríms segir Friðrik: „Það er rangt að við séum skuldbundin til að heimila landanir græn- lenskra skipa á makríl samkvæmt Hafrétt- arsáttmála SÞ eða samningnum NEAFC,“ og bætir við: „Það er einnig rangt að Grænlend- ingar geti ekki stundað rannsóknir á magni og út- breiðslu makríls í lögsögu sinni án þess að landa afla á Íslandi. Órækasti vitnisburð- urinn um það er að Íslend- ingar stunda slíkar rann- sóknir á íslenskum rannsóknarskipum án þess að þeim fáu tonnum sem veiðast sé landað. Mér þætti nærtækara að sjávarútvegsráðherra, sem er yfirmaður haf- rannsókna á Íslandi, hlutaðist til um rann- sóknir íslenskra rannsóknaskipa áður en hann fer að veita grænlenskum skipum undanþágu frá skýru banni íslenskra laga á löndun á deili- stofni sem ekki hefur verið samið um,“ segir Friðrik. Þá segir hann að allt tal um afla í rann- sóknarskyni eigi ekki við nein rök að styðjast og bendir á að hér sé ekki um neitt annað en atvinnuveiðar að ræða. „Ég tel að með þessu sé gróflega grafið undan hagsmunum Íslands,“ segir Friðrik. „Ég var að vísa í þessa hluti þegar ég var að útskýra af hverju við hefðum stöðvað veiðar ís- lenskra skipa og af hverju við myndum ekki leyfa Grænlendingum landanir hér í beinum atvinnuveiðum, það væri vegna aðildar okkar að samningum, stofnunum og vegna okkar eig- in laga,“ segir Steingrímur J. Sigfússon um ummæli sín sem birtust í blaðinu í gær og bæt- ir við: „Undanþágan fyrir þessar landanir úr þessum rannsóknar- og leitarveiðum er hins- vegar allt annað mál og sækir fyrst og fremst rök í það að grænlensk stjórnvöld lögðu mikla áherslu á þetta við okkur og við erum að reyna að halda góðum samskiptum við þau.“ Sneyðist um hlut Íslands í makrílstofni Friðrik J. Arngrímsson  Friðrik J. Arngrímsson telur að landanir Grænlendinga á makríl hér á landi styrki stöðu þeirra Steingrímur J. Sigfússon 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í Reykjavíkurhöfn liggur rússneska seglskútan Scorpion. Eigandi hennar er ævintýramaðurinn Sergey Nizovt- sev. Hann er í miðri langferð sem á sér engin fordæmi að hans sögn. Að henni lokinni verður skútan búin að fara vegalengd sem jafngildir því að fara þrívegis umhverfis hnöttinn. Umhverfis báða pólana ,,Enginn hefur gert þetta áður. Við ætlum okkur að fara umhverfis báða pólana á einu ári. Við kláruðum að fara í kringum Suðurpólinn í apríl. Það tók þrjá mánuði. Nú erum við að hefja ferð um Norðurpólinn sem við stefnum að því að taki tvo mánuði,“ segir Nizovtsev. Í ferðinni hefur áhöfnin lent í lífshættu í „hundruð skipta“. ,,Nærri Suðurpólnum eru hundruð ísjaka allt í kringum mann, sífellt á hreyfingu og sífellt að skella saman. Maður mátti sín oft lítils og ég viðurkenni það fúslega að óttinn bankaði oft á dyr,“ segir hann. Um borð í skútunni er fullkomin ratsjá en hún nemur ekki minnstu ís- jakana. ,,Þeir eru hættulegastir því maður sér ekki nema hálfan metra sem stendur upp úr sjónum og svo eru 3-5 metrar af jakanum undir yf- irborðinu. Slíkur ísklumpur getur vegið mörg hundruð kíló og getur auðveldlega skaðað skútuna.“ Seglin rifnuðu ,,Við lentum í miklu óveðri á leið okkar kringum Suðurskautið. Á veð- urkortinu var óveður í hundraða mílna radíus. Öldurnar voru jafnháar bátnum en sem betur fer var vind- urinn í bakið. Ekki vildi betur til en svo að seglin rifnuðu í þessum hama- gangi og fyrir vikið þurftum við að sigla um 12 þúsund mílur af leið til þess að gera við seglin í Tasmaníu. Síðan fórum við aftur á staðinn sem við vorum á og sigldum áfram,“ segir Nizovtsev. Leiðangurinn lagði af stað frá Rússlandi 18. september á síðasta ári og stefnir Nizovtsev að því að honum ljúki einhvern tímann á næsta ári. „Ég veit ekki alveg hvenær eða hvar, en ég get lofað þér því að það verður á einhverjum heitum stað,“ segir hann. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sergey Nizovtsev Er ævintýramaður sem lætur gamlan draum rætast með því að sigla umhverfis báða pólana. Þrívegis um hnöttinn  Ætla umhverfis báða pólana á einu ári  Hafa lent í hættu í „hundruð skipta“  Þvingaðir 12 þúsund mílur af leið Scorpion Skútan er 29,45 metrar á lengd, um 6,7 metrar á breidd og 24,65 metrar á hæð. Hún sést hér í Reykjavíkurhöfn þar sem hún er til viðhalds. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Eigendur tónlistarhússins Hörpu, ríkið og Reykjavíkurborg, hafa ákveðið að loknu fyrsta starfsári hússins að endurskoða stjórnarfyr- irkomulag og rekstrarforsendur hússins. Unnið verður að því færa rekstur Hörpu í eitt félag í eigu ríkis og borgar, en í dag eru átta mismun- andi félög sem fara með reksturinn og hvert um sig hefur sjálfstæða stjórn. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu kemur fram að ráðgjafarfyrirtækið KPMG hafi gert úttekt á rekstri og skipu- lagi Hörpu. Helstu niðurstöður þeirrar úttektar eru þær að rekstr- arafkoma Hörpu verður neikvæð um 407 milljónir króna í ár miðað við óbreyttar forsendur. Ástæður þessa eru sagðar vera þær að þær áætlanir sem lágu fyrir þegar ákveðið var að halda byggingu hússins áfram hafi ekki gengið eftir. Er þar einkum nefnt að fasteignagjöld verði hærri en áætlað var, og útskýrir það um helming tapsins. Þá er rekstur húss- ins dýrari en gert var ráð fyrir og hafa tekjur af ráðstefnuhaldi skilað sér hægar en gert var ráð fyrir sem og tekjur af veitingasölu og bíla- stæðahúsi. Þá sé stjórnskipulag hússins erfitt vegna „flókinnar fé- lagauppbyggingar“ sem eigi sér rætur í þeim tíma þegar einkaaðilar ætluðu að reisa og reka Hörpu. Stefnt sé að því að auka gagnsæi og hagræðingu með því að færa rekstur Hörpu í eitt félag. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að það hafi verið ljóst frá upphafi að það þyrfti að endurskoða allar rekstrarfor- sendur þegar hið opinbera tæki við Hörpunni og fara yfir hvernig hefði tekist til eftir fyrsta starfsárið. Það ánægjulega væri að tónlistar- og menningar- starfsemin hefði gengið eftir áætlun og endurfjármögnun hefði tekist vel, en svona rekstri fylgdi alltaf áhætta. Stefnt væri að því að gera rekstur hússins sjálfbæran. „Það sem við viljum auðvitað gera er að fara mjög vandlega yfir þetta. Það liggur fyrir að núna er verið að vinna mjög góða vinnu við rekstraráætlun til lengri tíma og það þarf bæði að skoða hvernig má auka tekjur og hagræða og líka hver þáttur eigenda verður í því,“ sagði Katrín. Rekstur Hörpu færður í eitt félag í stað átta  Stefnir í 407 milljóna taprekstur Morgunblaðið/Júlíus Harpa Reksturinn fer fram í alls átta einkahlutafélögum. Katrín Jakobsdóttir Athygli vekur að rekstur Hörpu fer nú fram í átta mismunandi félögum. Efsta félagið er Austurhöfn-TR, en ríkið á 54% hlut í því og Reykjavík- urborg 46%. Austurhöfn á síðan tvö dótturfélög, Portus sem annast Hörpu og Sítus sem hefur byggingarrétt á öðrum reitum á lóðinni. Portus á tvö dótturfélög: fasteignafélagið Totus á húsið og Rekstrarfélagið Ago leigir það af Totusi og sér um reksturinn. Sítus á einnig tvö dótturfélög: Hospes, sem ætlað var að sjá um hótelstarfsemi og Custos sem átti að eiga og reka bílastæði, en engin starfsemi hefur farið fram í þessum fé- lögum. Þá er ótalið greiðslumiðlunar-fyrirtækið Hringur, sem er í eigu To- tusar, sem er í eigu Portusar, sem aftur er í eigu Austurhafnar. Leifar frá tímum einkaaðila ÁTTA MISMUNANDI FÉLÖG UM HÖRPU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.