Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 11
Í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi hefur verið opnuð gestastofa með margmiðlunarsýningu. Markmiðið með henni er að miðla fróðleik og upplýs- ingum um landið og náttúruna, fólkið og söguna og þá þjónustu sem er að finna á Þjórsársvæðinu, með Þjórsá sjálfa sem meginþema. Þjórsárstofa er samvinnu- verkefni sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúp- verjahrepps og Landsvirkjunar. Í forsal hússins er að finna myndir og upplýsingar á veggspjöldum um markverð- ustu staði sveitarinnar. Þar eru einnig gagnvirkir skjáir hvar hægt er að kalla fram á einfaldan hátt upplýsingar um nátt- úrufar, þjónustu og sögu á svæðinu frá landnámsöld til vorra daga, og svo loft- mynd þar sem búið er að koma fyrir ljósa- punktum til að gefa til kynna staðsetningu ýmissa staða sem nafngreindir eru á hnappaborði framan við myndina. Í her- bergi inn af forsalnum eru nokkrir nátt- úrugripir og gamlir munir sem voru ýmist smíðaðir af og/eða í eigu íbúa í hreppnum fyrr á tímum, en Byggðasafn Árnesinga hefur lánað þá á sýninguna. Í samkomusal hússins er sýnd áhugaverð kvikmynd, þar sem Þjórsá er fylgt frá upptökum sínum í Hofsjökli til ósa, og brugðið upp myndum af ýmsum helstu náttúruperlum svæðisins, dýra- og mannlífi. Björn G. Björnsson er hönnuður sýningarinnar, en Ari Trausti Guðmundsson skrifaði texta. Gagarín sá um gerð margmiðlunar, Steingrímur Þórð- arson og Jón Þór Víglundsson gerðu kvik- myndina um Þjórsá og Daði Georgsson sá um hljóðið. Sýningin er opin daglega frá kl. 10-18 og er aðgangur ókeypis. Margmiðlunarsýning í Árnesi Árnes Margmiðlunarsýning sem miðlar fróðleik og upplýsingum um landið og náttúruna, fólkið og söguna. Náttúrufar, munir og saga Fróðleikur Ńáttúruperlur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Söngkona Jóhanna og Skjöldur hundurinn hennar eru glöð að vera komin heim til Íslands. var fólk á öllum aldri, fjórtán ára unglingar, miðaldra fólk og ungar stelpur sem stefndu á söngnám og vildu bæta sig fyrir inntökupróf. En það voru líka nokkrir sem voru komnir á efri ár, þroskaðir nem- endur sem voru ekki að stefna á ein- hvern feril, heldur langaði til að líða aðeins betur í sinni rödd.“ Þarf að hlúa að röddinni „Mér fannst gaman að hjálpa þessu fólki við að losa um röddina og finna að hún er ekki farin. Það er ekkert sjálfgefið að röddin versni með aldrinum, það þarf bara að hlúa betur að henni og vita hvernig á að halda henni við. Margir sem komnir eru yfir sextugt telja það vera of seint, en það er aldrei of seint og söngur er hollur fyrir alla. Mig lang- ar til að kenna fólki hér heima á þessum aldri, því hér er gríðarlegur söngáhugi, mikil sönghefð og mikið af kórum. Ég er sannfærð um að hér er fullt af fólki sem vill vita meira um raddtækni til að halda eigin söng- rödd við.“ Vinkonur eða hjón geta komið saman í tíma Jóhanna ætlar að hafa kennsl- una einstaklingsmiðaða í raddbeit- ingu og söng fyrir 60 ára og eldri. „Enda er mjög persónulegt að láta segja sér til í söng og hver og einn þarf sitt næði og rými. En ég ætla líka að bjóða upp á að tveir komi saman í tíma til mín, til dæmis vin- konur eða hjón. Í söngtækninni sem ég kenni, þá byggi ég mikið á líkamsstöðu og líkamsstillingu. Við snúum okkur beint að hljóðfærinu, sjálfri röddinni, að stilla hljóðfærið áður en við förum að syngja mikið. Það er ekkert sérstaklega flókið, tekur ekki langan tíma og allir geta lært það.“ Rödd eins og dökkblátt flauel Jóhanna hefur sungið og starfað með ýmsum hópum víða um Evrópu og hún hefur í gegnum tíðina fengið jákvæða umfjöllun fyrir söng sinn. Nýlega fór hún í tónleikaferð um suðurhluta Þýskaland með þýskum semballeikara á vegum Kamm- ermusikensemble Freiburg. Þau voru með ferna tónleika í þeirri ferð og Jóhanna fékk fína dóma fyrir sönginn. Gagnrýnin birtist í Bad- ische Zeitung og fyrirsögnin var á þessa leið: „Með rödd eins og dökk- blátt flauel“. Ekki amalegt að fá slíka umfjöllun, enda var hún í kjöl- farið pöntuð aftur að ári, bæði með tónleika og námskeið. Áhugasamir geta haft samband við Jóhönnu á netfanginu: voxxjh@gmail.com MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.