Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 6
Fágætir munir til
sýnis í Reykjavík
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Minnst verður
kjarnorkuárása
Bandaríkja-
manna á jap-
önsku borgirnar
Hirosihma og
Nagasaki árið
1945 og afleiðinga
þeirra, í sýningu í
Borgarbókasafni
Reykjavíkur á
Tryggvagötu 15,
þann 9. ágúst næstkomandi.
Hún flyst þó í Háskóla Íslands 14.
september og að lokum í Menningar-
húsið Hof á Akureyri 13. október.
Sýningin samanstendur af ljós-
myndum, fræðsluefni og munum sem
aldrei áður hafa verið sýndir.
Hún er haldin í samstarfi við Naga-
saki minningarsafnið sem starfar á
vegum japanska velferðarráðuneytis-
ins. Hlutverk þess er að veita lærðum
og leikum upplýsingar og fræðslu í
því skyni að koma í veg fyrir frekari
beitingu kjarnorkuvopna. Auk þess
að heiðra minningu þeirra sem fórust
í kjarnorkuárásunum eða létust síðar
af völdum þeirra.
Óheppnasti maður í heimi
Í fyrsta skipti verða munir úr eigu
Tsutomu Yamaguchi til sýnis. Oft var
vísað til hans undir nafninu, „Twice
bombed“ vegna þess að hann lifði af
tvær kjarnorkusprengingar í seinni
heimsstyrjöldinni.
Hann var staddur í vinnuferð í Hi-
roshima þegar fyrri sprengingin varð,
6. ágúst 1945. Hann slasaðist þar og
hélt heim á leið til Nagasaki. Þrátt
fyrir hnjaskið mætti hann aftur til
vinnu 9. ágúst til þess eins að verða
sprengdur upp aftur.
Eftir þessa upplifun helgaði hann
sig því að viðhalda minningunni um
þessa atburði og koma í veg fyrir út-
breiðslu kjarnorkusprenginga.
Hingað til landsins eru væntanlegir
munir úr fórum hans, dagbækur,
teikningar og málverk auk ljóðs sem
hann orti á dánarbeðinum.
Afkomendur hans vilja halda minn-
ingu hans á lofti, en hann lést 4. jan-
úar 2010, þá 93 ára að aldri.
Á Íslandi hefur fórnarlamba kjarn-
orkusprenginganna verið minnst um
árabil með skipulögðum hætti: kerta-
fleytingu á Reykjavíkurtjörn. Hún
verður 9. ágúst n.k. kl 22:10.
Íslendingum gefst kostur á að
hlusta á reynslusögu Inosukes Haya-
sakis, 81 árs, sem lifði af kjarnorku-
sprenginguna á Nagasaki, í Háskóla
Íslands í Odda stofu 101, kl. 17:15
Stúdentaráð HÍ, Friðarþing íslenskra
skáta og Stofnun Vigdísar Finnboga-
dóttur standa að komu hans.
Kjarnorkuminjar Kjarnorkuhvelfingin, rústir húss sem eyðilagðist í kjarnorkuárásinni á Hiroshima.
Munir Yamaguchis sem lifði af tvær kjarnorkusprengingar
Kjarnorkusprenging Stríðsvopn sem algjör eyðing fylgdi.
Hirosihma og Nagasaki
» 6. ágúst 1945 var varpað
fyrstu kjarnokusprengju sem
notuð hefur verið í hernaði á
Hiroshima.
» 9. ágúst 1945 var annarri
kjarnorkusprengju varpað á
borgina Nagasaki.
» Um 200 þúsund manns
létust í árásunum á borgirnar
tvær og fleiri af völdum
geislavirkni.
» Eftirlifandi fórnarlömb
þjást enn vegna afleiðinga
þeirra og eru nefnd „hiba-
kusha“.
» 2. september 1945 skrif-
uðu Japanir undir friðarsátt-
mála og seinni heimsstyrjöld-
inni lauk.
Tsutomu
Yamaguchi
AFP
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012
Það hefur verið annríki í Vopnafjarð-
arhöfn síðustu dagana. Auk þess sem
uppsjávarveiðiskipin koma þangað
reglulega með afla hafa verið örar af-
skipanir á afurðum frá uppsjávar-
frystihúsi og fiskmjölsverksmiðju HB
Granda á staðnum. Alls verður um
4.300 tonnum af afurðum skipað út í
vikunni, verðmæti um 850 milljóna
króna.
Samkvæmt upplýsingum frá HB
Granda hafa veiðar á makríl og
vinnsla afurða gengið mjög vel að
undanförnu. Búið er að veiða ríflega
helming makrílkvótans eða um 8.300
tonn af 15.600 tonna kvóta. Sam-
kvæmt upplýsingum Vilhjálms Vil-
hjálmssonar, deildarstjóra uppsjávar-
sviðs HB Granda, héldu erlendir
kaupendur að sér höndum varðandi
pantanir fyrri hluta júlímánaðar, líkt
og þeir gerðu tvö síðustu ár. Nú væri
farin að komast hreyfing á sölumálin
og það skilaði sér í örari afskipunum.
Flutningaskipið Silver Copen-
hagen var á Vopnafirði í byrjun vik-
unnar og þá var skipað út um 1.400
tonnum af frystum afurðum á mánu-
degi og þriðjudegi. Í fyrradag var Sil-
ver Bergen í höfn og þá var skipað út
um 1.200 tonnum af frystum afurð-
um. Í gær var röðin komin að flutn-
ingaskipinu Havsand og mun það
lesta um 1.200 tonn af mjöli. Loks má
nefna að í dag verður Silver Ocean í
höfn og þá verður um 500 tonnum af
frystum afurðum skipað út.
Að sögn Vilhjálms var lokið við að
vinna rúmlega 400 tonna afla Ing-
unnar AK á Vopnafirði. Þá tóku við
þrif á vinnslunni og allt gert klárt fyr-
ir komu Lundeyjar NS en skipið var
væntanlegt til hafnar með um 400
tonna makrílafla. Það verður því nóg
að gera um verslunarmannahelgina.
Fjögur skip lest-
uðu afurðir fyrir
850 milljónir
Mikið annríki í Vopnafjarðarhöfn
Vopnafjörður Líflegt við höfnina.
www.baendaferdir.is
Sp
ör
eh
f.
s: 570 2790
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
3. - 15. október
Travel Agency
Authorised by
Icelandic Tourist Board
HAUST 9
& Spánn
Í þessari skemmtilegu ferð kynnumst við töfrandi menningu Spánar og Frakklands og
mannlífi þessara fallegu landa. Fegurðin er óviðjafnanleg og náttúran sem ferðast er um
stórbrotin. Ferðin hefst á flugi til Alicante þaðan sem ekið verður til Valencia sem er með
stærstu borgum landsins og mjög eftirsótt af Spánverjum sem og öðrum ferðamönnum,
þar sem gist verður í 3 nætur. Þá komum við til Tossa de Mar, yndislegs bæjar við
Costa Brava ströndina og gistum þar í 6 nætur. Þaðan verður farið í skoðunarferðir,
m.a. til heimsborgarinnar Barcelona og í Montserrat klaustrið sem liggur í 720 m hæð
í Katalónsku hæðunum, en þar hlustum við á einn frægasta drengjakór landsins. Einnig
verður farið í siglingu til Lloret de Mar í vínsmökkun, komið til Figueres, fæðingarborgar
Salvadors Dalís, skoðum safnið hans, Teatre-Museu, en safnið er eitt mikilvægasta
aðdráttarafl ferðaþjónustunnar í Katalóníu. Þaðan verður ekið til Annecy, sem er
sannkölluð perla frönsku Alpanna, þar sem gist verður í 2 nætur og m.a. farið í siglingu
á Annecy vatni. Síðasta nóttin okkar verður í Offenburg í Þýskalandi.
Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir
Verð: 224.400 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og
íslensk fararstjórn.
Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar
Suður-Frakkaland
Óhapp sem varð þegar olía frá jeppa
rann út í Elliðavatn ógnaði ekki
vatnsbólum höfuðborgarbúa, þótt
svæðið sé innan vatnsvernd-
arsvæðis. Það var frekar að það ógn-
aði lífríki Elliðavatns, að sögn Sig-
urbjörns Búa Sigurðssonar,
tæknistjóri í köldu vatni hjá Orku-
veitu Reykjavíkur (OR).
„Þetta er fyrir neðan vatnsbólin
og þessi staður því ekki jafn hættu-
legur og staðir fyrir ofan,“ sagði Sig-
urbjörn. Hann sagði OR hafa reynt í
mörg ár að takmarka umferð um
Heiðmörk og eins um skíðasvæðin í
Bláfjöllum því þau séu miklu hættu-
legri fyrir vatnsvernd. Minna má á
að OR lagðist gegn uppbyggingu
ferðaþjónustu við Þríhnúkagíg
vegna þeirrar ógnar sem vatnsvernd
stafar af aukinni bílaumferð.
Strangasta vatnsverndin gildir á
brunnsvæðunum, næst Gvend-
arbrunnum. Þar er umferð al-
gjörlega bönnuð öðrum en starfs-
mönnum OR.
Sérstakar reglur gilda um flutn-
ing hættulegra efna um Bláfjallaveg
frá Suðurlandsvegi og suður í Hafn-
arfjörð með afleggjara upp í Bláfjöll.
Þetta á t.d. við um olíuflutninga og
er olíufélögunum kunnugt um þess-
ar reglur. Ef flytja þarf slík efni eftir
veginum þá þarf sérstaka fylgd.
„Það er til dæmis algjörlega bannað
að stytta sér leið um Bláfjallaveg
með hættuleg efni,“ sagði Sig-
urbjörn. Bannið gildir um öll kemísk
efni. gudni@mbl.is
Vatnsvernd stafar einkum
ógn af aukinni umferð bíla
Óhöpp í Heiðmörk og Bláfjöllum ógna vatnsgæðum
Morgunblaðið/Eggert
Elliðavatn Slökkviliðsmenn hreins-
uðu upp olíu sem rann í vatnið.
Enn einn daginn fór hitinn á land-
inu yfir 20 stigin.
Í gær fór hitinn hæst í 20,9 gráð-
ur á Hjarðarlandi í Biskupstungum.
Á Brú í Jökuldal fór hitinn í 20,6
gráður og 20,2 gráður á Önund-
arhorni.
Á hálendi landsins var einnig
mjög hlýtt. Hæst fór hitinn á Brúar-
öræfum, í 20,6 gráður.
Veðurstofan spáir svo hægri
vestlægri átt í dag eða hafgolu.
Skýjað verður að mestu vestantil á
landinu og
sums staðar
þokuloft, eink-
um á nóttunni.
Annars verður
skýjað með
köflum eða
léttskýjað, en
þokubakkar á
stöku stað,
einkum úti við ströndina.
Hiti víða 12 til 18 stig að deg-
inum, en svalara í þokuloftinu.
Hiti fór yfir 20 gráður
enn einn daginn