Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 Snarhrokknir glókollar: Hanna og Helga eru fjögurra og fimm ára og lífið er hrein hamingja á þriðja áratugnum í skjóli foreldra og stóru systur. Minnsta hnátan vex þó fljótt fram úr Helgu, sem stendur höllum fæti í lífinu eftir veikindi á fyrsta ári. En streng- urinn milli glókollanna slitnar aldrei. „Hún Helga mín bjargar sér,“ sagði faðirinn en undir bjó sú vissa að Hanna, ári yngri, myndi aldrei bregðast. Helga og Hanna bjuggu hjá Helga Fossberg ✝ Helga Foss-berg fæddist í Reykjavík 24. júní 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. júlí 2012. Útför Helgu fór fram frá Fossvogs- kirkju 19. júlí 2012. móður sinni fram undir fertugt en þá stofnaði Hanna fjöl- skyldu og flutti í næsta hús. Hvílíkt happ fyrir okkur, börnin þrjú, að alast upp í nágrenni ömmu og Helgu. Að eiga móðursystur sem hafði nægan tíma og sagði ótal sögur frá uppvaxtar- árunum og úr lífi stórfjölskyld- unnar, frænku sem sat kyrrlát og kenndi okkur að föndra, frænku sem tók okkur á bókasafnið, út í Öskjuhlíð og upp og niður Lauga- veginn í leit að hannyrðum; sterk- ir armar báru okkur um bæinn. Dýrðlegustu minningarnar eru þó frá Gljúfurá í Borgarfirði, bæði úr gamla steinbænum og úr sum- arbústað Hönnu, en þar dvaldi Helga allt sumarið í áraraðir og tók höfðinglega á móti öðrum sem komu til skemmri dvalar. Margir veittu Helgu upplyft- ingu á þessum árum. Hún dvaldi bæði á Ísafirði, í Laugarási, í Breiðholti, kom með í stuttar ut- anlandsferðir og sigldi með Esj- unni hringinn í kringum landið. En öryggi tilverunnar byggðist á þeirri systur sem var næst henni í aldri. Eitt síðasta verk Hönnu áður en hún lézt var að sjá til þess að Helga gæti keypt sér íbúð í skjóli hjá Einari bróður, sitt fyrsta og eina heimili, sem hún var afar stolt af. Á Ásvallagötu dafnaði Helga á eigin forsendum og varð ástsæl í hverfinu, ekki sízt í verzluninni Kjötborg sem er einstök kærleiks- miðstöð og bræðrunum þar verð- ur aldrei nógsamlega þakkað. Ekki heldur spilafélögunum á Aflagranda sem tóku á móti Helgu með stóru brosi tvisvar í viku, enda Helga algjör perla og skemmtileg. Helga hafði marga mannkosti. Hún var í góðu jafnvægi, hún var dugleg og vinnusöm en hún kunni líka að hvílast og gera áætlanir. Þótt hún ætti sínar sorgir var gleðin í fyrirrúmi, ekki sízt þegar hún valdi sér verkefni utandyra trillandi kát; einnig innandyra þegar spilað var og hlegið. Helga hafði góða kímnigáfu og hikaði ekki við að taka þátt í glensi. Tvennt greip Helga í á hverjum degi, hún las og hún saumaði út. Þvílík afköst. Á áttræðisafmælinu héldum við sýningu á hannyrðum hennar í sal Aflagranda og vegg- plássið dugði varla. Þessa litríku listmuni gaf Helga í allar áttir, aldrei öðruvísi en í eigin persónu, og þannig gaf hún mikið af sjálfri sér. Helga dró fram það bezta í fólk- inu í kringum sig og þeir sem tóku henni eins og hún var uppskáru ríkulega vegna þess að hún gaf það margfalt til baka, jafnt í ró sem í glaðværð. Á níutíu árum urðu á þessu örfáar undantekn- ingar og hrekkleysi Helgu varð sumum að falli en þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs. Helga varð bæði langlífari og að vissu leyti farsælli en systur henn- ar tvær sem fengu fleira í vöggu- gjöf; svo forsjál getur gæfan verið. Ég þakka fyrir Helgu. Jóhanna M. Thorlacius. Sár er söknuðurinn eftir kær- um vini, Braga Björnssyni, eftir sitja minningar um góðan mann. Kynni okkar af honum hófust fyrir 13 árum. Það var maður með mikla lífsreynslu og þroska sem steig þá inn í líf okkar. Hann var náttúruunnandi og hafði yndi af göngutúrum og ferðalögum um landið. Það var einmitt á þeim vettvangi sem kynnin hófust. Það var ljúf ferð í Núpstaðaskóg um verslunarmannahelgi árið 1999. Það var hugulsemi Braga sem varð kveikjan að þessum kynnum, sem var tilbúinn að aðstoða loft- hrædda konu við fjallsbrún. Hann var heiðarlegur, hlúði vel að því sem honum var kærast, fjöl- skyldu og vinum. Frá fyrsta degi tók hann opnum örmum allri fjöl- skyldu okkar. Hann átti stóra fjöl- skyldu fyrir en stækkaði faðminn og tók börnum og barnabörnum mínum sem sínum eigin. Hann var barnakarl, var ávallt tilbúinn að gefa sig að þeim, bræða hjörtu þeirra, segja þeim sögur, spila við þau og syngja með þeim. Hann gladdist yfir hverju nýju barni sem bættist í hópinn hans. Hann hafði einnig gaman af ferðalögum erlendis. Hann var fullur áhuga að kynnast menningu og siðum annarra þjóða. Hann var óspar á ferðasögurnar þegar heim var komið, þar sem endurspeglað- ist virðing fyrir því sem hann hafði kynnst. Síðastliðið ár höfðum við tekið eftir því að Bragi var ekki eins kraftmikill og við áður þekktum. Hann dró sig meira í hlé en hann var vanur að gera og hafði hægar um sig. Í byrjun maí varð loks ljóst hvers kyns var og hve alvar- leg staðan var. Við áttum erfitt með að sætta okkur við að nú væri komið að kveðjustund. En hann gekk frá sínum málum, gerði sjó- klárt og kvaddi. Birna, Harpa, Þóra, Geir, Erna og Ýmir sjá nú á eftir föður sínum, við vottum þeim og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðar. Í hjörtum okkar lifir minning um ljúfan og góðan mann. Anna Luckas og fjölskylda. Bragi Vestmar Björnsson ✝ Bragi VestmarBjörnsson fæddist á Sjón- arhóli í Hafn- arfirði 18. júní 1929. Hann lést á heimili sínu 23. júlí 2012. Útför Braga fór fram frá Foss- vogskirkju 31. júlí 2012. Kvatt hefur öð- lingurinn Bragi Vestmar Björnsson. Fyrir rúmum áratug tókust kynni Braga og Önnu móður tengdasonar okkar, en þá voru þau bæði ekkjufólk. Það leiddi til kynna okkar. Í byrjun virtist sem ættingjar þeirra tækju þessu sam- bandi af varúð. En fljótt kom í ljós að öll tortryggni hvarf eins og dögg fyrir sólu. Hin einlæga vin- átta og umhyggja þeirra hvort fyr- ir öðru smitaði út frá sér. Allt var bjart í kringum þau. Bragi hafði þá einstæðu hæfi- leika að börn löðuðust að honum. Hann var ætíð skilningsríkur á vandamál þeirra og leysti úr öllum ágreiningsefnum. Hvað barna- börn okkar varðar, þá héldu þau lengi að bragi þýddi sama og afi og töluðu því um braga sinn á sama hátt og afa sinn eða ömmu. En fljótlega þótti öllum eðlilegt að hann gegndi undir nafninu Bragi afi. Bragi var sjómaður. Hann var því einn af máttarstólpum þjóðar- innar, sem lögðu grunninn að því nútímaþjóðfélagi, sem við lifum nú í. Ættmenn hans stunduðu sjóinn og hafið hrifsaði til sín marga frændur hans. Um barning for- feðranna má m.a. lesa í æviminn- ingum Benjamíns Eiríkssonar föð- urbróður hans. Það var fróðlegt að ræða við hann um sjómennskuna, veiðiaðferðir, fiskimið og hvað eina, sem að sjómennsku lýtur. Við þökkum fyrir það. Bragi var mikill fjölskyldumað- ur. Hann átti stóra fjölskyldu og við tókum eftir að hann sinnti henni af mikilli natni, þó við höfum ekki kynnst henni nánar. Þegar ættin kom saman þurfti gjarnan samkomuhús til að hýsa fjölmenn- ið. Þar var Bragi hrókur alls fagn- aðar. Hann spilaði listavel á harm- óniku, enda sérlega músíkalskur. Hann hafði sem ungur maður ver- ið í hljómsveitum t.d. með Krist- jáni Kristjánssyni, stofnanda KK- sextettsins og Svavari Gests. Það segir nokkuð um hæfileika hans og færni. En hann valdi sjómennsk- una og fannst okkur eins og hann hafi verið ánægður með það val. Þau Anna ferðuðust víða, innan- lands og utan. Þau fóru í veiði sam- an. Þau snérust hvort um annað. Það er því mikill harmur kveðinn að Önnu. Við samhryggjumst henni og fjölskyldu hennar og einnig hinni stóru fjölskyldu Braga. Jóhanna og Magnús. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma, hún vakti er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og þér helgaði sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Elsku mamma, margs er að minnast, margs er að sakna. Betri móður er ekki hægt að hugsa sér. Að fá að alast upp við ástríki hennar var ómetanlegt. Kærleikurinn var svo mikill. Hún studdi við bakið á mér sama hvað ég tók mér fyrir hendur. Ég gat alltaf leitað ráða hjá henni, sama hvað bjátaði á. Hún var ekki bara móðir mín, heldur líka svo mikil vinkona mín, skildi mig alltaf svo vel. Mamma var hörkudugleg og samviskusöm. Hún var alltaf svo þakklát fyrir það sem fyrir hana var gert, hversu lítið sem það var. Hún var svo hógvær og lít- illát. Hún var líka baráttukona sem sást best á því hvernig hún tókst á við þau áföll sem hún Fanney Jónsdóttir ✝ Fanney Jóns-dóttir fæddist í Byrgisvík á Strönd- um 18. maí 1939. Hún lést á blóð- lækningadeild Landspítalans 18. júlí 2012. Útför Fanneyjar var gerð frá Kópa- vogskirkju 26. júlí 2012. varð fyrir á lífsleið- inni. Ég minnist þess hvað hún var mikil hannyrðakona og er ég svo heppin að eiga marga fallega hluti sem hún hefur gert, mikið af fal- legum útsaumi, fal- legar flíkur sem hún hefur saumað og prjónað. Ýmsa hluti sem hún gerði úr perlum og fallega útsaumuð kort svo eitt- hvað sé nefnt. Það var yndislegt að fylgjast með mömmu leika við barna- börnin sín og seinna þegar þau urðu eldri að kenna þeim t.d. bænir, að baka, elda, hannyrðir og fleira. Það fór ekki á milli mála að henni þótti óendanlega vænt um barnabörnin. Hún var þeim góð fyrirmynd og þegar hún vissi að það væri von á barnabarni var hún fljót að taka upp prjónana og prjóna fallegar flíkur á það. Við fjölskyldan eigum eftir að ylja okkur við góðu minningarn- ar sem við eigum frá heimsókn- um mömmu í bústaðinn okkar. Hún hafði svo gaman af að planta trjám, fylgjast með Fann- eyju og Hansa á trampólíninu og fara í gönguferðir í sveitinni. Henni þótti grillmatur með mik- illi sósu góður og passaði tengda- sonurinn alltaf upp á að gera tvö- faldan skammt af sósu þegar hún var í mat. Það er stórt skarð höggvið í fjölskylduna. Mamma umvafði okkur kærleik. Ég vil þakka fyrir öll góðu ráðin og þær stundir sem við áttum saman. Mamma gerði mig að betri manneskju. En huggun okkar allra, sem átt- um hana að, er hin góða minning sem hún skilur eftir í hjörtum okkar. Elsku mamma, minning þín lifir í hjarta mínu um ókomna tíð. Nú hefur þú lagt upp í þína hinstu ferð, laus við þjáningar. Hvíl í friði. Þín dóttir, Guðný Sigurbjörg. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR, áður til heimilis að Nökkvavogi 42, Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks miðvikudaginn 1. ágúst. Jarðarför verður auglýst síðar. Páll K. Gunnarsson, Esther Þorgrímsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Bjarma Didriksen, Sigurður D. Gunnarsson, Anna S. Gunnarsdóttir, Oddur Gunnarsson, Áslaug Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, AUÐUR PÉTURSDÓTTIR, Mýrarási 3, Reykjavík, lést á deild 11E á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 30. júlí. Útför hennar fram frá Árbæjarkirkju í Reykjavík fimmtudaginn 9. ágúst kl. 13.00. Ríkharður Sverrisson, Pétur Kristmanns, Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, Ríkharður B. Ríkharðsson, Margrét Ríkharðsdóttir, Guðlaugur Geir Kristmanns, Ríkharður Kristmanns. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁLFHEIÐUR ÁRMANNSDÓTTIR frá Skógum, Lindasíðu 4, Akureyri, er látin. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 10. ágúst kl. 13.30. Anna Soffía Sverrisdóttir, Sverrir Brynjar Sverrisson, Elín Sigurðardóttir, Þóra Sverrisdóttir, Þorsteinn Berg, Sólrún Sverrisdóttir, Óskar Steingrímsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Dúnna, Lækjasmára 4, Kópavogi, lést fimmtudaginn 26. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á sumardvöl fatlaðra í Reykjadal, kt. 630269-0249, banki 549-26-10. Halldór Ólafsson, Gyða Þórisdóttir, Inga Ólafsdóttir, Guðmundur Jónsson, Sigrún Ólafsdóttir, Guðmundur Ingi Ásmundsson, Ómar Örn Ólafsson, Sigurbjörg Alda Guðmundsdóttir, Gunnar Ólafsson, Brynhildur Ásgeirsdóttir, Ólafur Jóhann Ólafsson,Sigríður Einarsdóttir, barnabörn og langömmubarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.