Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 16
Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Veiðin gengur bara vel í Eystri- Rangá og þessum ám sem við leigj- um, Þverá og Affallinu. Þetta stefnir í svona góða meðalveiði. Fram að þessu hefur verið stígandi í veiðinni og við erum ekki farin að sjá neina minnkun ennþá,“ sagði Einar Lúð- víksson, framkvæmdastjóri Veiði- félags Eystri-Rangár. „Munurinn á ánum sem sleppa gönguseiðum og á náttúrulegu lax- veiðiánum er að seiðin í náttúrulegu ánum eru eldri, tveggja til fjögurra ára og þau ganga út við lægra hita- stig. Á meðan náttúrulegu seiðin fara út frá miðjum maí fram í miðjan júní þá fara seiðin sem er verið að sleppa út frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst. Skilyrðin í fyrra hafa verið erfið um vorið og betri þegar leið á sumarið. Þess vegna ganga ár sem eru vorkaldar tiltölulega vel, eins og Dalirnir, NA-hornið, Rang- árnar og Stóra-Laxá. Þetta eru allt saman frekar vorkaldar ár og seiðin ganga út seinna. Maður veit aldrei hvernig aðstæðurnar eru í sjón- um.Við reynum að hafa slepping- arnar á breiðum grundvelli til að geta mætt hverjum aðstæðum,“ sagði Einar. Slepptu 300.000 seiðum í ár Í fyrra var sleppt um 200.000 seið- um í ána og munu um 1,5-2,0% af þeim skila sér í veiði. Árið á undan var 400.000 seiðum sleppt, en ein- ungis 1% skilaði sér. Í ár var 300.000 seiðum sleppt og ætlunin að sleppa 500.000 seiðum á næsta ári. „Svo allt geti gengið þurfum við að hafa góðan klakfisk og mikilvægt að veiðimenn vinni með félaginu og setji stórlaxinn í kisturnar eins og verið er að mælast til,“ sagði Einar. Í Haffjarðará í Borgarfirði er veiðin heldur niður á við, en áin er þó með fjórðu bestu veiðina yfir landið. „Við erum búin að vera með betri veiði heldur en almennt er en auðvit- að er þetta ekki eins og toppárin, það er alveg ljóst. En það er talsvert mikill fiskur hjá okkur og hann er enn að ganga. Við erum að veiða bara á sex stangir þannig að sam- anburðinn á milli þessara áa verður að taka með hliðsjón af því. Við höf- um verið með gríðarlegan topp síð- ustu árin en vonumst til að það verði áframhald á því,“ sagði Einar Sig- fússon, einn af veiðiréttarhöfum ár- innar. „Það er margt sem kemur til. Ástandið í hafinu og fleira en við höf- um verið með gríðarlegar sleppingar á stórlaxi og það eru aldrei sett seiði í ána og hún er algjörlega sjálfbær. Þess vegna er þetta mjög merkileg niðurstaða. Hún er ekki háð neinum sveiflum varðandi það,“ sagði Einar. 5-6 laxar á dag í Víðidalsá Víðidalsá í Húnaþingi er í nokk- urri lægð. Þann 1. ágúst í ár voru komnir 158 laxar á land. Á sama tíma í fyrra voru þeir 340 og 650 árið 2010. Í ánni er náttúrulegur laxa- stofn og engar seiðasleppingar. Af veiðitölum má sjá að frá 1984 hafa verið sveiflur í veiði og komið nokk- ur góð ár og svo síðri ár inn á milli. Bestu árin hafa verið 1988 og 2009 þegar veiðin fór upp fyrir tvö þús- und laxa. Í fyrra var heildarveiðin 747 laxar og miðað við veiðina nú er ólíklegt að áin nái slíkum tölum í ár. Jóhann Rafnsson, leiðsögumaður, segir að það veiðist 5-6 laxar á dag. Í gærmorgun komu tveir stórir hæng- ar, 92 og 90 cm. Megninu af laxinum sem veiðist er sleppt aftur. „Það er bara mjög lítið af laxi,“ segir Jóhann um ástæður lítillar veiði og bætir við: „Þetta er bara náttúran.“ Laxveiði í vor- köldum ám góð  Verri laxveiði í náttúrulegu ánum Morgunblaðið/Einar Falur Lax Rangárnar standa efstar í veiði í ár. Veiðihrun hefur verið í mörgum stærstu ánum, m.a. Norðurá sem vantar þúsund laxa upp á veiði síðasta árs. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 Á Krúsku færðu: heilsusamlegan mat, kjúklingarétti, grænmetisrétti, fersk salöt, heilsudrykki, súkkulaðiköku, gæðakaffi frá Kaffitár og fallega stemningu. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI Næring fyrir líkama og sál Heill heimur af ævintýrum Veiðin í helstu veiðiám landsins gengur misvel. Rang- árnar eru langefstar þetta árið og munaði einungis níu löxum á þeim hinn 1. ágúst. Eystri-Rangá var komin í 1.401 lax og Ytri-Rangá í 1.392 laxa. Veiðin í báðum ám er talsvert betri en á sama tíma í fyrra, en lakari í ytri ánni en 2009 og 2010, þegar met- ár voru þar í veiði. Veiðin í eystri ánni er þó með betra móti og hefur ekki verið jafngóð í fjögur ár. Í öðrum ám er veiðin verulega minni en undanfarið. Í Norðurá er veiði aðeins svipur hjá sjón miðað við und- anfarin ár. Komnir 715 laxar á land en voru 1.775 á sama tíma í fyrra og 1.652 árið 2010. Sömu sögu er að segja af Blöndu sem hefur skilað 707 löxum en skilaði 1.569 árið 2011 og 2.453 árið 2010. Í Þverá/Kjarrá voru komnir 559 laxar 1. ágúst en í fyrra 1.272 og árið þar áður 2.641. Laxá í Aðaldal hafði skilað 512 löxum 3. ágúst 2011 og 615 28. júlí 2010. Í ár hafði hún skilað 291 laxi 1. ágúst. ipg@mbl.is Aflahæstu árnar Staðan 1. ágúst 2012 Heimild: www.angling.is Veiðivatn Veiði 3. ágúst 2011 * 24. júlí 2012 Stangafj. 28. júlí 2010 29. júlí 2009 Eystri-Rangá 18 1.401 1.137 1.281 795 Ytri-Rangá og Hólsá 20 1.392 1.192 1.536 1.702 Selá í Vopnafirði 6 888 1.062 865 833 Haffjarðará 6 775 1.002 1.108 870 Miðfjarðará 10 715 953 1.327 1.044 Norðurá 14 715 1.775 1.652 1.506 Blanda 16 707 1.569 2.453 1.439 Elliðaárnar 6 675 845 808 558 Langá 12 559 815 939 901 Þverá/Kjarrá 14 559 1.272 2.641 1.115 Hofsá með Sunnudalsá 10 457 458 480 (7stangir) 368 (7stangir) Haukadalsá 5 341 328 482 370 Hítará 4 320* Ekki fáanlegar Ekki fáanlegar Ekki fáanlegar Laxá í Aðaldal 18 291 512 615 336 Brennan í Hvítá 2 275 364 Ekki fáanlegar Ekki fáanlegar Laxveiðin langt frá því sem hefur verið undanfarin ár í flestum ám

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.